Ný Sindrarúta?

Þessi útúr pimpaða Volkswagen rúta skartaði sínu fegursta í gærkvöldi fyrir utan íþróttahúsið, og fór sennilega ekki framhjá nokkrum manni. Það skal engan undra að hrifning Hornfirðinga var gífurleg, og streymdu bílar að allt kvöldið til þess að skoða gripinn. „Rúntmenning bæjarins var tekin á annað level,“ lét ónefndur rúntari hafa eftir sér. Sindrafréttir létu þetta að sjálfsögðu ekki framhjá sér fara, og könnuðu málið.

Undanfarin ár hefur keppnisferðalögum Sindra farið stóraukandi. Það hefur haft í för með sér mikla aukningu á rútukaupum, en stórveldi Sindra er talið búa yfir að minnsta kosti 14 rútum þegar þessi færsla er skrifuð. Þar með talin ný rúta, af dýrari gerðinni. „Hún er engri þeirra lík,“ sagði bílaáhugamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið. Glögglega má sjá að stíllinn yfir þessari rútu er gjörólkur þeim sem liðið hefur haft áður. Ekki þykir ólíklegt að nýtt blóð sé farið að renna í stjórn Sindra.

Sindrafréttir telja að um viðkvæmt mál sé að ræða, þar sem mjög erfitt er fá upplýsingar frá stjórn Sindra. Meðal annars má þar nefna að Valdemar Einarsson vill ekkert tjá sig um málið, en hann svarar ekki í símann.

Þess má til gamans geta að Sindramenn leggja í langferð til Dalvíkur næstkomandi föstudag (á morgun). Ætla má að rútan muni ekki vekja síðri hrifningu þar, enda Dalvíkingar þekktir fyrir mikinn áhuga á glæsilegum bílum.

Be the first to comment

Leave a Reply