Síðan komin upp!

Vissir þú að sumarið er hafið hjá Sindramönnum? Ég ætla meira að segja að ganga svo langt að segja að það sé löngu hafið. Nú þegar hafa tveir leikir verið spilaðir á Sindravöllum! Jafntefli á móti Hamar í deildinni, og sigur á móti Fjarðabyggð í bikarnum. Það er í raun algjört rugl að þessi síða hafi ekki verið löngu komin upp. En hér er hún, lesendur góðir – örvæntið ekki!

Sindrafréttir.is mun fylgjast með gjörsamlega hverju einasta augnabliki sem fram fer hjá okkar mönnum í sumar. Við erum í beinu sambandi við leikmenn, þjálfara, stuðningsmenn, foreldra leikmanna, bestu vini þeirra og börn. Ef það er eitthvað sem þið ekki vitið um Sindra, þá verður það að finna hér á þessari heimasíðu. Og ef það er ekki á síðunni, þá getið þið haft samband við okkur, beðið okkur að komast að því fyrir ykkur og svo birtum við það! Eins og lesa má á titli síðunnar, þá er þetta „version 1.0“ – þannig þið kannski byrjið ekki að hafa samband við okkur strax. Gefið okkur allavega viku. Við komum til með að bæta hana með hverjum einasta degi sem líður. Ég legg því til að fólk bookmarki síðuna, skelli bannernum í bakgrunn á tölvunni sinni, skíri börnin sín eftir henni og opni hverjar einustu samræður á næstu dögum á nokkrum fallegum orðum um vefsíðu Sindrafrétta.

Það er heimaleikur á morgun!

Á morgun, laugardaginn 18. maí, fáum við Reyni frá Sandgerði í heimsókn á Sindravelli. Við hvetjum alla til þess að mæta á völlinn og öskra okkar menn áfram í þessum verðandi fyrsta deildarsigri tímabilsins! Sindrafréttir verða að sjálfsögðu á leiknum með puttann á púlsinum. Leikurinn hefst kl. 15:00.

Upphitun fyrir leik mun fara fram á Kaffihorninu að þessu sinni kl. 14:00. Stuðningsmannaklúbburinn Berti Bæjó hvetur alla til að kíkja, fá sér einn eða tvo og taka lagið!

Be the first to comment

Leave a Reply