Sterkur sigur

Sterkur sigur

Sindramenn tóku á móti Reynismönnum frá Sandgerði klukkan 15:00 í dag. Sindrafréttir voru að sjálfsögðu á vellinum og fylgdust með gangi mála.

Okkar menn unnu heldur öruggan sigur, 2-0 og komu mörkin bæði í seinni hálfleik. Fyrra markið skoraði Hilmar Þór Kárason, sem jafnframt var kjörinn maður leiksins. Atli Arnarson bætti svo við öðru eftir að hafa komið inn á sem varamaður, en hann átti frábæran leik í kvöld – sem og allt liðið. Hilmar hefur verið á skotskónum undanfarið, og hefur skorað í síðustu þremur heimaleikjum – þar af 2 í deildinni.

Fyrir leikinn voru Sindramenn í sjötta sæti deildarinnar með eitt stig. En með sigri náðu þeir að skjóta sér upp um tvö sæti og sitja nú í því fjórða með fjögur stig. Þetta var því gríðarlega sterkur sigur á erfiðu liði Reynismanna og mikilvægur leikur, líkt og allir leikirnir í þessari sterku deild munu verða í sumar. Það er mikill munur á annarri deildinni og þeirri þriðju, sem að Sindramenn sigruðu eftirminnilega síðasta sumar. Önnur deildin er bæði sterkari auk þess sem að það eru fleiri lið og því fleiri leikir. Því er mikilvægt fyrir þjálfarana að hafa úr stórum og góðum hóp að velja því að álagið getur orðið mikið.

Frábær stuðningur

Til þess að ná góðum árangri þarf að leggja verulega mikið á sig, en einnig skiptir gríðarlega miklu máli að fá góðann stuðning úr stúkunni. Berti Bæjó, stuðningsmanna klúbbur Sindra, mætti á völlinn í dag og lét heldur betur í sér heyra. Þeir eru stór þáttur af klúbbnum og sjá til þess að lið hræðast að mæta á Sindravelli. Við viljum því hvetja alla til þess að halda áfram að fjölmenna í stúkuna  fyrir hvern heimaleik og búa til góða stemmingu í sumar.

#UMFSindri

Be the first to comment

Leave a Reply