Halldór Steinar Kristjánsson fer yfir glæstan Sindraferil sinn

Sindrafréttir settu nýlega upp flokk sem heitir “Kempur”. Þar munum við birta viðtöl við eldri leikmenn, hvort sem þeir hafa lagt skóna á hilluna eður ei. Önnur kempan til að koma í viðtal er gjarnan þekktur undir nafninu Steini sleggja, en hann ættu flestir aðdáendur Sindra að þekkja.

Þú hefur átt frábærann feril en ef að þú ættir að velja eitt atvik sem að þú ert stoltastur af, hvaða atvik væri það? 

Já þú segir nokkuð, ég er stoltastur  af því að hafa spilað alla þessa leiki í meistaraflokki og held að ég hafi fimm sinnum farið upp um deild, sem er alltaf gaman. Svo er líka eftirminnilegt þegar við slógum Leiftur út úr Bikarnum ´98, og enduðum á að fá ÍBV heim í 8 liða úrslitum.

247093_10150217645348416_6164360_n

Hvað er skondnasta atvik ferilsins? 

Ég veit ekki hvort þetta flokkist sem skondið, en einu sinni vorum við að spila í annarri deild við Létti á heimavelli í jöfnum leik þegar einn þeirra skorar sjálfsmark. Ég gleymi mér aðeins í fagnaðarlátunum og gríp í hann og öskra af gleði. Hann sparkar svo í rassinn á mér og ég aulast í burtu. Svo áttum við leik við þá seinna um sumarið á útivelli og fyrir leik segir þjálfarinn mér að 18 ára landsliðsþjálfarinn sé kominn að fylgjast með mér. Það er skemmst frá því að segja að ég skora sjáfsmark og var tekinn útaf í hálfleik. Eftir þetta trúi ég á karma.

Hverju sérðu mest eftir á þínum ferli?

Ég sé ansi mikið eftir því að hafa eytt 2 árum í að slíta hásinar, það var ekki gaman  (kannski lítið sem ég gat gert í því). Svo hefði verið gaman að reyna fyrir sér í liði sem spilaði í efri deild þegar maður var ungur og ferskur.

41275_438447418616_4513047_n

Fylgistu mikið með fótbolta, og hvaða liðum fylgistu þá helst með?

Ég fylgist mjög mikið með fótbolta. Horfi allt sem ég kemst yfir. Helst fylgist ég með Liverpool en næsta tímabil verður mjög gott hjá þeim.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í öllum heiminum?

Zidane og Gerrard.

 

Hvernig finnst þér Sindraliðið hafa þróast undir stjórn Óla Stefáns?

Ég held að það sé að þróast mjög vel. Liðið og umgjörðin verður betra frá ári til árs.

41275_438447508616_6768842_n

Hverjir voru þínir styrkleikar þegar þú varst leikmaður? 

Ég lagði mig alltaf allan fram,  svo var ég nátturulega markamaskína þegar ég var ekki geymdur í vörninni.

 

Nú ert þú kallaður Steini „sleggja“, segðu okkur aðeins frá því hvernig þú fékkst það viðurnefni? 

Ég er bara ekki viss, það hlýtur samt að vera eftir að ég skoraði úr aukaspyrnu af 45 metrum á móti Leiftur/Dalvík .

306439_10151064818158617_1404508477_n

Nú varst þú alltaf númer 10 þangað til að „Ísbjörninn“ kom upp í meistaraflokk, var það af einskærri góðmennsku sem að þú lést tíuna af hendi til Atla?

Nei í rauninni ekki. Eftir að ég kom aftur eftir hásina slitin þá setti Óli mig í bakvörð og þá gengur ekki að vera númer 10. Svo vildi ég ekki styggja ísbjörninn , hann er mjög erfiður í umgengni þegar hann er úrillur eða svangur.

Ef að þú værir að fara í útileik og þyrftir að deila hótelherbergi með einum leikmanni Sindra hver yrði fyrir valinu og af hverju? 

Kunni ansi vel við mig með Sindra í herbergi enda sambýlismenn til margra ára svo á ég góðar minningar með Hauk Inga sem herbergisfélaga.

Hver er steiktasti samherji sem að þú hefur spilað með?

Ætli það sé ekki Tadei Venta hann var of steiktur .

image

Hver er besti samherji sem að þú hefur spilað með?

Ég hef spilað með mörgum góðum leikmönnum og get eiginlega ekki nefnt einhvern sérstakan.

 

Hver er besti mótherji sem að þú hefur spilað á móti?

Það er án efa Veigar Páll. Í mínum fyrsta leik fyrir ÍR var ég látinn dekka hann. Hann skoraði 4 og lagði upp 3 held ég.

 

Var það erfið ákvörðun að hætta í fótbolta?

Nei ég held að það hafi verið rétt og þess vegna var hún auðveld.

2ykgwwh

Hvað tekur við eftir að fótboltaferlinum líkur?

 Meiri tími með fjölskyldunni og frelsi til að gera það sem maður vill þegar maður vill.

 

Nú ert þú í guðatölu hjá stuðningsmönnum Sindra, er eitthvað sem að þú vilt koma á framfæri til stuðningsmanna liðsins? 

Nú er ég stuðningsmaður Sindra og það hefur aldrei verið rætt að ég sé í guðatölu, en ég get sagt að það er ekki klisja að stuðningur áhorfenda skipti máli hvort sem það er ein mamma eða full stúka að garga á mann þá vill maður gera betur þegar einhver kemur að horfa og hvetja mann áfram.

 

 

Be the first to comment

Leave a Reply