Kristinn Þór Guðlaugsson: Ég hef ekki skorað mitt síðasta mark á Sindravöllum

Sindrafréttir voru rétt í þessu að setja upp nýjan flokk sem heitir “Kempur”. Þar munum við birta viðtöl við eldri leikmenn, hvort sem þeir hafa lagt skóna á hilluna eður ei. Fyrsta kempan til að koma í viðtal er enginn annar en markamaskínan Krilli Krútt, sem aðdáendum Sindra ætti að vera kunnugur.

Fyrir það fyrsta, munum við sjá þig aftur á vellinum eða eru skórnir komnir upp í hillu? 

Skórnir fóru ekki lengra en í hilluna í afturrúðunni á Skodanum þannig ég held ég geti sagt að það séu 100% líkur á því að þeir fara aftur þaðan og vonandi sem fyrst.

Hvað er skondnasta atvik ferilsins?

Ýmsilegt sem kemur upp í hugan, td öll sjálfsmörkin hans Ogga þá sérstakelega eitt sem var einkar glæsilegt.

Þegar gamli Sindravöllurinn var upp á sitt besta með polla út um allt og ég skaut og ég var að fara fagna en nei, þá stoppar boltinn í polli rétt við línuna.

Þegar ég var í 2.fl og var af einhverri fáranlegri ástæðu skipt útaf á 70min og inná kom engin annar er Elmar Már, betur þekktur sem Elmar á hjólinu (ekki frændi Ásgeirs) og ég var búinn að vera útaf í svona 1-2 min þegar hann fær gulaspjaldið fyrir tæklingu eins og hann var vanur að taka og ekki nóg með það heldur þegar dómarinn snéri sér við þá skellti hann fingrinum á loft í átt að honum en gáði ekki að sér því á línunni var hinn síkáti Júlíus Freyr Valgerisson og auðvitað gat hann ekki bara verið heimadómari og látið sem hann sæji þetta ekki heldur kallaði hann dómaran til sín og Elmar uppskar sitt annað gula spjald á stuttum tíma og þar með fékk hann að setjast við hliðina á mér á bekknum.

Hverju sérðu mest eftir á þínum ferli?

Ég held það sé að hafa fangað marki með araba heljar á móti Huginn hérna um árið.

24.07.10  (43)

Hvernig finnst þér Sindraliðið hafa þróast undir stjórn Óla Stefáns?

Hann á auðvitað mikið hrós skilið, og ekki bara hann heldur allir sem hafa unnið af þessu með honum, en ef við byrjum á honum þá hefur hann breytt rosalega miklu og náð mjög góðum árangri með því að taka agamálin föstum tökum. Umgjörð í kringum allt saman er orðin svo mikið betri og með þessu skapast jákvæðni og árangur. Hann gerir þetta samt ekki einn. Óli er það sem veldur í þessu og hann er duglegur að fá til sín og með sér menn sem eru tilbúnir að gera alla umgjörð í kringum liðið betri.  Berti bæjó og meistarflokksráðið  er gott merki um það hvernig hann fær með sér gott fólk til að skapa góða umgjörð, bæði í kringum liðið og svo í bænum öllum.

Ef við tölum um leikamanna mál, þá finnst mér hann hafa staðið sig rosalega vel hvað það varðar. Hann hefur fengið til liðs við sig góða leikmenn en hefur samt alltaf verið með það á hreinu að vilja byggja liðið upp á heimamönnum og tekið góðan tíma í uppbygginguna sem er ótrúlega vel gert. Hann hefur lagt á það mikla áherslu að vera með 2.fl og það er eitt af því mikilvægast sem hann hefur gert því að með því erum við að fá upp leikmenn sem eiga eftir að spila marga leiki fyrir félagið. Við vitum að það er alltaf einn og einn eins og t.d.  Alex Freyr Hilmarsson sem getur byrjað að spila með meistarflokki þegar hann er 16-17 ára en það eru hinir, þessir númer 2-5 í röðinni sem eiga eftir að spila flesta leiki fyrir félagið og með því að hafa 2.fl og leyfa þeim að spila þá fáum við þá fyrr inn og mikið meiri líkur á að þeir geri eitthvað fyrri félagið.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í öllum heiminum?

Ég sjálfur, mér finnst ég aldrei hafa fengið það hrós sem ég hef átt skilið, maður hefur þurft að spila með alskonar liði þarna frammi, það er nú ekki lítið sem er lagt á svona lítinn mann að spila með mönnum á borð við Almir, Egil Atla, Stebba Þór, Sindra Ragg, Sævar Gunnars,og  svo mætti lengi telja. Þetta eru allt alveg kolruglaðir og erfiðir menn í samskiptum en svo náði þetta nú hámarki þegar Kekic kom inn.

IMG_3153

Fylgistu mikið með fótbolta, og hvaða liðum fylgistu þá helst með?

Já auðvitað, ég fylgist mjög vel með öllum deildum á Íslandi og svo auðvitað þessum helstu erlendis.

Nú hefur talan níu fylgt þér um ókomna tíð, af hverju var hún fyrir valinu?

Það er nú saga að segja frá því sko. En svona til að gera langa sögu stutta þá gekk mamma með mig í 9 mánuði og svo á ég afmæli 30/4 og ef þú leggur þessar tölur saman og dregur svo frá þeim 25 þá færði út 9. Svo er ég fæddur 1981 og ef við sleppum fremstu tölunni þar og og leggjum svo saman hinar 3 tölurnar og deilum með tveim þá er útkoman auðvitað 9 þannig að þetta lá bara beint við. Þá má eingilega segja að talana níu hafi valið mig frekar en ég hana.

9432_1156587833471_52146_n

Ef að þú værir að fara í útileik og þyrftir að deila hótelherbergi með einum leikmanni sindra hver yrði fyrir valinu og af hverju?

Ég hef nokkuð oft verið með honum Ogga og það er rosa fínt, svo var ég auðvitað oft með honum Jóni Hauk þegar hann var í Sindra. Báðir bara nokkuð fínir tappar.

Hver er steiktasti samherji sem að þú hefur spilað með?

Vá hvar á maður að byrja. Það koma auðvitað fyrst upp í hugan á manni tveir menn sem einnig voru þjalfara hjá okkur , Ejub er auðvitað meistari og eigum við nokkrir hérna á Íslandi honum mikið að þakka en vá hvað hann gat verið steiktur. Ekki var Tjakki skárri, hann var auðvitað bara leikmaður fyrst og það var magnað að kynnast honum þannig áður en hann varð þjálfari. Sem dæmi má nefna þegar við sátum á Tyrkneska staðnum í  æfingaferð út á Spáni og hann talaði allan tíman um það við þjónana að við værum ekki fótbolta menn heldur terroristar og í sömu ferð stakk hann upp á því að við myndum taka allt KR kvenna liðið með Emblu Grétars innanborðs og hentum því út í sundlaug á lokakvöldinu á þeirri ferð ( kvöldið sem Steinar féll í hendurnar á Ásgeiri heitum Elíassyni). Þessir tveir menn eiga það líka sameiginlegt að þeir myndu selja ömmu sína til að vinna ( held reyndar eftir að hafa fylgst með pepsimörkunum að Ejub sé að linast). En talandi um steikta menn, þá sagði hann mágur minn, Gunnar Ingi, einu sinni um Tjakka, þegar hann var að svindla  í paintball „djöfull er leiðinlegt að leika við hann “.

Ég gæti talið lang flesta mennina sem komið hafa frá fyrrum júgósalvíu, kannsi fyrir utan Emir, sem var hjá okkur sumarið 2008. Hann var öðruvísi, hann var ekki eins stektur og hinir og var bara nokkuð venjulegur. Sama sumar og Emir var kom Tadej Venta líka og hann var stektur fyrir þá báða og gott betur. Þannig að eins og ég segi það er ekki lítið lagt á lítinn að hafa spilað með öllu þessu liði.

Hver er besti samherji sem að þú hefur spilað með?

Besti leikmaður sem ég hef spilað með er pottþétt Tjakki, þvílkur leikmaður og það var magnað að vera með honum í lið. Ég var fremstur á vellinum og hann var að segja mér til. Ég gæti talðið svo marga hér upp að það væri of mikið. En sá leikamður sem ég hef náð mestri samvinnu við og skilning á milli inn á vellinum er Sævar Gunnars. Við höfum frá fyrsta degi vitað vel af hvor öðrum inn á vellinum.

6294_1128812819113_2309841_n

Hver er besti mótherji sem að þú hefur spilað á móti?

Það kemur nú enginn svona strax upp í hugan, ætli ég verði ekki bara að segja æskuvinur minn hann Ármann Smári, ég spilaði á móti honum í 1.deildinni 2002 þegar hann og hans félagar í Val tryggðu sér upp í efstu deild og við féllum. Það var ömulegt að vera með þenna hlunk á bakinu, ekki bara stærri og sterkari heldur líka fljótari, alveg glatað dæmi eitthvað.

Nú ert þú ein af hinum fræknu goðsögnum Sindra, er eitthvað sem að þú vilt koma á framfæri til stuðningsmanna liðsins?

Já ég held ég verði bara að óska þeim til hamingju með liðið sem er að fæðast hjá okkur og hrósa þeim fyrir mjög góða stemningu í kringum leikina. Ég veit hvað þið gerið mikið fyrir liðið. Mér finnst bara ömulegt að geta ekki verið meira í þessu með ykkur núna en ég kem pottþétt aftur, ég hef ekki skorað mitt síðasta mark á Sindravöllum.

Be the first to comment

Leave a Reply