TG9 á Sindravelli?

19. og 20. júní verður leikið í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Dregið var í hádeginu í dag, og við fáum Fylki í heimsókn á Sindravelli.

Fylkir eru í 11. sæti Pepsi deildarinnar með tvö stig, og hafa ekki ennþá unnið leik. Þeir eru þó með markamaskínuna Tryggva Guðmundsson innanborðs, en hann gæti reynst okkar mönnum erfiður viðureignar. Þorsteinn Jóhannsson, miðvörður Sindra, er þó ekki kvíðinn fyrir því að mæta honum. Sindrafréttir náðu af honum tali, og spurðu hann hvort hann teldi líklegt að Tryggvi næði að setja mark í leikinn. “Hahah,” sagði Þorsteinn við Sindrafréttir. Ekki mikið meira hægt að draga fram úr því viðtali. Málið er enn á viðkvæmu stigi. Þorsteinn lét þó hafa það eftir sér að Sindramenn væru í fjölmiðlabanni þar til Óli Stefán væri búinn að funda með þeim.

Síðasti leikur okkar manna var útileikur á móti Njarðvík. Hann endaði með ósanngjörnu 2-1 tapi og lítið annað um leikinn að segja. Heldur skulum við rifja upp lokamarkið í 4-0 sigri gegn Ými. Glæsileg tilþrif þarna á ferð. Ekki einu sinni TG9 gæti framkvæmt svona. Hvað þá á Sindravöllum? Sindrafréttir lofa öllum mörkunum á netið mjög fljótlega. Fylgist með!

Be the first to comment

Leave a Reply