Óskar Guðjón stefnir á að fá sér strípur

Óskar Guðjón Óskarsson leikmaður Sindra varð þrítugur þann 1. júní síðastliðinn. Óskar, eða Oggi eins og hann er stundum kallaður, fékk hins vegar engar afmæliskveðjur frá klúbbnum og varð mjög sár í kjölfarið. Hann hótaði að róa á önnur mið og sagði að hann væri mjög vonsvikinn um að hafa ekki fengið afmæliskveðju frá félaginu.

“Ég þarf að hugsa framtíð mína lengi og vel eftir þetta sjokk”, sagði Óskar í samtali við Sindrafréttir. Hann tók það einnig fram að maður yrði bara einu sinni þrítugur yfir æfina og það væri nú lágmark að óska mönnum til hamingju með svo stórann áfanga.

Við hjá Sindrafréttum sáum í hvað stemmdi og ákváðum að grípa í taumana. Við færðum Óskari köku eftir æfingu og óskuðum honum innilega til hamingju með 30 árin sín. Eftir þetta breyttist hljóðið í þrítuga bakverðinum okkar töluvert.

“Það er náttúrulega allgjör snilld hjá Sindrafréttum að gefa mér þessa köku. Ég er rosalega sáttur með hana”, sagði Óskar.

Óskar hefur nú gefið það út að hann vilji vera hjá Sindra áfram og hefur hann fyrirgefið félaginu eftir að þeir gleimdu afmælisdeginum hans.

Be the first to comment

Leave a Reply