Bikarævintýri

Sindrastúlkur fengu stúlkurnar í Einherja í heimsókn í 32.liða úrslitum Borgunarbikarsins þann 23.maí síðastliðinn. Markaveislan byrjaði snemma en strax á 5.mínútu var Sindri komið yfir. Phoenetia geystist upp völlinn og kom sér inn í vítateig Einhverja og eina leiðin til að stöðva hana var að taka hana niður, sem var einmitt það sem varnarmaður Einherja gerði. Phoenetia steig sjálf á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

18893152_10156248182743012_8112724779735335759_n

20.mínútum seinna juku heimastúlkur forystuna. Aftur var það Phoenetia sem var á ferðinni. Shameeka kom með fyrirgjöf sem var þó ekki sú besta en endaði á Nönnu Guðný sem sendi boltann í fyrsta inn fyrir vörn Einherja beint á Phoenetiu sem kláraði færið vel. 2-0 eftir 25.mínútna leik. Einungis 9.mínútum síðar bætti Chestley við þriðja markinu, hennar annað mark í sumar.

 

Færin héldu áfram að koma á færibandi í síðari hálfleik en þær fengu urmul af færum. Fjórða markið kom þó ekki fyrr en á 57.mínútu. Sindrastúlkur sendu boltann langt fram þar sem Chestley hljóm kvenna hröðust, kom sér inn í teiginn þar sem hún renndi boltanum út á Shameeku sem setti boltann auðveldlega í netið.
Fleiri urðu mörkin ekki og kærkominn 4-0 sigur staðreynd.

 

18880103_10156248188873012_7099423935055093283_o