Nóg eftir

Það hefur verið ansi annasamt hjá stúlkunum í meistaraflokki Sindra. Þann 10.júní lögðu þær land undir fót og skelltu sér til Ólafsvíkur þar sem sólin tók heldur betur vel á móti þeim. Þær gistu í skólanum þar sem þær létu fara vel um sig.

20170609_225928

Heitt var í veðri og elstu menn í Ólafsvík muna ekki eftir svona góðum fótboltadegi. Þeir skiptu sennilega um skoðun þegar leikurinn byrjaði því á 13.mínútu skoraði hin unga, Salvör Dalla, sitt fyrsta meistaraflokks mark í deild. Hún er einungis 14 ára gömul og því er spurning hvort hún sé yngsti markaskorari Sindra frá upphafi. Staðan var enn betri á 42.mínútu þegar Phoenetia skoraði annað mark Sindra og sitt þriðja í deildinni. Stelpurnar lifðu þó ekki lengi í paradís. Rétt áður en dómarinn flautaði fyrri hálfleikinn af dæmdi hann vítaspyrnu Víking í vil. Unnbjörg Jóna steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi, 1-2 í hálfleik fyrir Sindra.
Bæði lið fengu færi í seinni hálfleik til að skora en inn vildi boltinn ekki fyrr en á 75.mínútu þegar Shameeka setti boltann í netið af stakri snilld eftir góða skyndisókn Sindrastúlkna. Fleiri urðu mörkin ekki og fóru Sindrastelpur því sáttar í langa keyrslu aftur í fjörðinn.

Salvör lætur ekkert stoppa sig
Salvör lætur ekkert stoppa sig

Þeirra næsta leikur var gegn toppliði HK/Víking. Hart var barist og fengu stelpurnar gullið tækifæri til að komast yfir um miðjan fyrri hálfleik en skalli Chestley hafnaði í stönginni. Hún var svo aftur á ferðinni stuttu seinna en Björk í marki HK/Víkings varði glæsilega. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik og gengu liðin því jöfn til búningsherbergja. Þau gengu hins vegar ekki jöfn útaf í leikslok því HK/Víkings stelpur settu tvö í seinni hálfleiknum, fyrst á 55.mín og það seinna á 74.mín.

thumbnail_SXIMG_0411
Þar næst fengu stelpurnar lið Tindastóls í heimsókn á Sindravelli. Fyrir leikinn hafði lið Tindastóls ekki fengið eitt einasta stig.
Þeir áhorfendur sem mættu nokkrum mínútum of seint sáu sennilega eftir því, því Sindrastúlkur komust yfir stax á 5.mínútu en þar var að verki Chestley sem skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Þær voru eftilvill enn að fagna því einungis þremur mínútum síðar eða á 8.mínútu var Tindastóll búið að jafna eftir virkilega flotta skyndisókn. Staðan var orðin ansi vænleg fyrir þær þegar Madison Cannon kom þeim yfir á 21.mínútu með þrumuskoti sem Sara átti ekki möguleika á að verja. Staðan 1-2 fyrir Tindastól í hálfleik.

Chestley kom Sindra á bragðið
Chestley kom Sindra á bragðið

Eins og þann fyrri, byrjuðu Sindrastelpur leikinn af miklum krafti. Strax á 49.mínútu voru þær búnar að jafna leikinn. Aftur var það Chestley sem skoraði, nú beint úr aukaspyrnu. Leikurinn var jafn það sem eftir lifði leiks og þegar í uppbótartíma var komið héldu Tindastólsstúlkur sennilega að þær væru að fá sitt fyrsta stig, en annað kom á daginn. Phoenetia tók innkast, beint á Shameeku sem tók góðan snúning inn í teig Tindastóls, allavega það góðan að varnarmaður Tindastóls setti fætur sínar í hana með þeim afleiðingum að dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Spennan var mikil þegar Shameeka steig sjálf á punktinn og hefur hjartað sennilega stoppað í einhverjum þegar boltinn flaug í slánna en til allra lukku fór hann inn í markið í leiðinni. 3-2 sigur staðreynd og var þetta jafnframt fjórði sigur stelpnana í sumar, virkilega vel gert hjá þeim.

Shameeka nældi í dýrmæta vítaspyrnu
Shameeka nældi í dýrmæta vítaspyrnu

Seinasti leikur var síðan gegn ÍR þar sem Heba Björg, fyrverandi leikmaður Sindra, ræður ríkjum. Hún ræður allavega það miklu að hún var strax búin að skora á 8.mínútu. Hún fékk góða sendingu inn fyrir vörn Sindra og kláraði færið af stakri snilld fram hjá Söru í markinu. Sindrastelpur áttu í stökustu vandræðum með ákefðina í ÍR og lentu þær 2-0 undir á 41.mínútu. Aftur var það Heba sem skoraði. Framherji ÍR fékk sendingu inn fyrir vörn Sindra en Sara gerði virkilega vel og varði frá henni. Sindrastelpum tókst hins vegar ekki að hreinsa boltann nægilega vel í burtu og nýtti Heba sér það með því að lyfta boltanum yfir allann pakkann og í autt markið.
Sindrastúlkur komu sér þó inn í leikinn stuttu seinna. Þær fengu hornspyrnu sem Shameeka tók eins og vanalega. Ef einhverjir héldu að markið hennar gegn Þrótti hafi verið heppni, þegar hún skoraði beint úr hornspyrnu, þá geta þeir sömu spurt sig aftur því hún skoraði sitt annað mark beint úr hornspyrnu og minnkaði muninn í 2-1.

Tvö mörk úr hornspyrnu, ekki amalegt
Tvö mörk úr hornspyrnu, ekki amalegt

Ekkert mark var þó skoraði í seinni hálfleik þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið ágæt færi. Heba fékk að vísu að líta rauða spjaldið 10.mínútum fyrir leikslok en allt kom fyrir ekki og ÍR tók stigin þrjú.
Með sigri hefði Sindri getað minnkað forskotið á toppliðin niður í þrjú stig en í staðin misstu þær ÍRstelpur framúr sér, Sindri í 5.sæti með 12 stig en ÍR í 4.sæti með 13 stig.

Næsti leikur stelpnana er á föstudaginn næstkomandi gegn ÍA. Eins og alltaf hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum.