Hin hliðin – Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir

Fullt nafn : Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Gudda, en get höndlað allt sem er hent í mig

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Er með einn í takinu, þarf ekki fleiri

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015, var varamarkmaður liðsins en fór inná sem framherji

Uppáhalds drykkur: Appelsín í gleri

Uppáhalds matsölustaður: TGI Fridays

Hvernig bíl áttu: Er fátækur námsmaður sem notar nissan leafin hennar mömmu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hawaii five O og margir fleiri

Uppáhalds tónlistarmaður: Óvitaður

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat

Skemmtilegasti “vinur” þinn á Snapchat: Spammið hennar Stefaníu er 24/7

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, banana og daim

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ok

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Tindastóll má eiga sig

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Keflavíkur gella sumarið 2017 sem hélt ég væri sled í amerískum fótbolta

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum ÍR hérna heima seinasta sumar

Mestu vonbrigðin: Hversu fáar stelpur á meistaraflokksaldri eru í liðinu

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Guðný Árnadóttir

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Bæta dómgæsluna úti á landi

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Guðný Árnadóttir fáránlega efnileg

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sveinn Aron Guðjohnsen

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Inga Kristín Aðalsteinsdóttir, enda systir mín

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Allar svolítið jafnar að vinna sína vinnu en gæti verið að Ólöf sé á toppnum

Uppáhalds staður á Íslandi: Reyðará í Lóninu er góður staður til þess að vera á ásamt Hornafirði

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: 2016 í lengjubikars leik á móti Víking Ólafsvík spilaði ég sem framherji og skoraði 2 mörk sem urðu einu mörk leiksins. Ekki slæm tilfinning

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Fer aftur að sofa og verð sein í fyrsta verkefni dagsins Fyrir utan knattspyrnu,

fylgist þú með öðrum íþróttum: Stundum fylgist maður með fimleikunum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Messi

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mætingu, sérstaklega í fyrsta tímanum á morgnanna

Vandræðalegasta augnablikið: Í 3.flokk vorum við að keppa á Álftanesi og Margrét Ásgeirsdóttir blakar boltanum. Hún var að spila sem varnarmaður og fékk gult spjald fyrir blakhæfni sína.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Freyju Sól, Ingu Kristínu og Katelyn

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég klessti nissan leafin hennar mömmu 6 dögum eftir að hafa fengið bílprófið