Hin hliðin – Ingvi Þór Sigurðsson

Hin hliðin verður reglulega á dagskrá hér hjá Sindrafréttum og ætlum við að taka einn úr Mfl.kk og eina úr Mfl.kvk í viku. Það verður hann Ingvi Þór Sigurðsson sem ætlar að sýna á sér hina hliðina í dag.

Fullt nafn : Ingvi Þór Sigurðsson

Gælunafn sem þú þolir ekki : höndla allt

Aldur: 23 ára

Hjúskaparstaða: Laus eins og vindurinn

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 á móti
Huginn sem endaði 3-5 fyrir okkur Sevalinn með 4

Uppáhalds drykkur: Vatnið

Uppáhalds matsölustaður: KH

Hvernig bíl áttu: á ekki

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Rihanna

Uppáhalds samskiptamiðill: Grammið

Skemmtilegasti “vinur” þinn á Snapchat: King Lárusson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jordbær, daim og 2visturinn

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Thank you for the invitation, Wenhan takes the pleasure to come to Eythor’ birthday party! From Wenham mom

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hetti

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eyþór Traustason

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ási Þórhalls

Sætasti sigurinn: 4-1 Ægir unnum 3.deildina

Mestu vonbrigðin: Þegar Oggi hætti í annað skipti

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ingva Ingólfs

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Gera eitthvern sturlaðan flugsamning fyrir landsbyggðina

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Bjarki Steinn Bjarkason remember this name

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Mate Pap

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elin Metta

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ívar er nýkominn á fast þannig það tekur eitthver við keflinu

Uppáhalds staður á Íslandi: Lónið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ætli það hafi ekki verið þegar ég skoraði draumamark á móti aftureldingu hérna um árið sumir segja að þetta hafi verið flottasta mark í sögunni aðrir mótmæla því

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: í brækur og bursta

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Jáa flest öllum eitthvað

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Addidas/Puma

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Textíl

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið í 2.flk beint rautt spjald var ekkert buin að skora það sumarið og vorum að vinna 2-1 þá fór ég í 2fóta tæklingu á eina varnamanninn sem var á miðjunni því að markmaðurinn og allt liðið þeirra var inni teig hjá okkur. Þetta slapp sem betur fer og við unnum en mér leið helvíti kjánalega eftir á.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka Arra það þarf eina steik, Ívar fyrir ástina og Gunnar Inga fyrir reynslusögur gæti reddað okkur af eyjunni einn daginn

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Lenti í 3.sæti í stóru upplestrakeppninni good times