Hin hliðin – Kristinn Justiniano Snjólfsson

Fullt nafn : Kristinn Justiniano Snjólfsson

Gælunafn sem þú þolir ekki:  Það er lítið verið að finna einhver óþolandi gælunöfn fyrir mig.

Aldur:  24.

Hjúskaparstaða:  Frátekinn.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:  Það hefur verið fyrir tíu árum í æfingarleik með Hvöt.

Uppáhalds drykkur:  Páskaölið.

Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social.

Hvernig bíl áttu: Á engan bíl en hef afnot af bílnum hjá konunni.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Breaking Bad þessa dagana.

Uppáhalds tónlistarmaður:  Tory Lanez.

Uppáhalds samskiptamiðill:  Instagram.

Skemmtilegasti “vinur” þinn á Snapchat: Okkar maður, Óskar Guðjón.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn:  Snickers, Oreo, og Daim.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Takk.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:  Völsungi.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt:  Nigel Quashie.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sérstakur.

Sætasti sigurinn: Sætur sigur gegn toppliði Fylkis í fyrra.

Mestu vonbrigðin: Í bæði skiptin sem ég hef fallið um deild.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Benjamín Jóhannes Vilbergsson.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Ég myndi auka ferðastyrk til félaganna.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sigursteinn Már.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hilmar Þór.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Jóna mín.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Arnar Freyr, Benjamin og Mirza eru funheitir þessa daganna.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hornafjörðurinn.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Á eina góða minningu úr leik á útivelli gegn Ægi. Aðstæður voru ekki góðar, rok og rigning. Við fengum aukaspyrnu við varamannaskýlið og u.þ.b. 60m í markið. Okkar maður Oggi er mættur til að taka aukaspyrnuna og flest allir smöluðu sér inní teig. Hann náði varla að lofta boltanum en á einhvern ævintýralegan hátt endar boltinn í netinu og fagnaðarlætin í honum voru svo mikil að ég held að hann hafi verið einu augnabliki frá því að missa meðvitund.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Opna augun og býð sjálfum mér góðan dag.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist vel með UFC.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Hypervenom.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mætingu og heimalærdómi.

Vandræðalegasta augnablik:  Ætli það hafi ekki verið í 3.fl þegar við áttum leik gegn Fjölni. Ég mæti deginum fyrr til Reykjavíkur og á leikdegi átta ég mig á því að leikurinn sé á Sauðárkróki.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Hawaii manninn Kristófer Hernandez, fyrirliðinn okkar Ingva Þór og svo þúsundþjalasmiðinn Steindór.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég var kjördæmismeistari í skák fyrir nokkrum árum.