Hin hliðin – Þorlákur Helgi Pálmason

Fullt nafn: Þorlákur Helgi Pálmason

Gælunafn sem þú þolir ekki: Láki

Aldur: 23

Hjúskaparstaða: í Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Yngsta ári í 2.flokk, man ekkert aldurinn.

Uppáhalds drykkur: Leppinn, Vatn, Kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Noodle station

Hvernig bíl áttu: Yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Bodyguard og Game of thrones

Uppáhalds tónlistarmaður: Avicii og Freddy Mercury

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat

Skemmtilegasti “vinur” þinn á Snapchat: Hrafn logi (Rabo)

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Daim kúlur, Lúxusdýfu og Þrist eða Snickers

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Þú mátt sækja pöntun þína kl: 16:27 í eyraveg 2. Kveðja Domino‘s Pizza

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hetti

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kassim Doumbia eða Atli Viðar

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kári Ársælsson

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Fjarðabyggð í Borgunarbikarnum 2016(1-0)

Mestu vonbrigðin: Ætli það hafi ekki verið í 3.flokk Þegar við fórum taplausir í gegnum sumrið en enduðum að fá 2. Sæti útaf markatölu.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Alex Freyr Hilmarsson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Veit ekki, Bæta fræðslu og gæði dómara á Íslandi, óþólandi hvað eru margir lélegir dómarar að dæma, þá sérstaklega í neðri deildunum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/ knattspyrnukona?

Við eigum einn helvítið efnilegan, Hemmi.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Óskar G. Óskarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk Gunnarsdóttir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kjarri(Kjartan)

Uppáhalds staður á Íslandi: Höfn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Kom inná í leik á móti KF á 90 mín , byrja leikinn á að festa takkann í grasinu þegar ég er að elta boltann og enda með að detta, eins og ég væri að rugby tækla leikmann KF og brýt á mér og fæ gult spjald, var ekki búinn að vera inná í meira en 10 sec.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Bý mér til kaffi.

Fylgist þú með öðrum íþróttum: Ekki mikið, svona með öðru auganu eins og með handboltalandsliðin.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Íslensku, svo var ég alveg ferlegur í Skrift í grunnskóla.

Vandræðalegasta augnablikið: Örugglega þegar ég skoraði sjálfsmark, minnir að það hafi verið á móti Völsungi, heima, leikurinn fór 2-2.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Oddleif, sveitamaður eins og ég, gott verkvit fer með mann langt á eyðieyju. Fengi Steindór í smíðina á fleka. Og Kristófer Daða til að segja okkur lélega 5 aura brandara.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Við höfum aldrei unnið leik þar sem ég skora. Hef skorað 3 mörk.