Sindri mætir KA í 32-liða úrslitum

Í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Sindri fær til sín KA í heimsókn 1. maí næstkomandi. Lið KA spilar í Pepsi Max deildinni og þjálfari þeirra er enginn annar en Óli Stefán Flóventsson sem gerði garðinn frægan hér um árið með okkur Sindramönnum.

Óli Stefán, fyrrum leikmaður og þjálfari Sindra.

Frábær mæting var á leik Sindra gegn Leikni í síðustu umferð og það er ekki við öðru að búast en að mætingin og stemningin verði jafnvel enn betri þegar efstu deildar lið KA kemur í heimsókn. Við hjá Sindrafréttum hvetjum alla til að taka daginn frá og styðja okkar menn til sigurs.