Stórsigur hjá mfl. karla (mörkin og viðtöl)

Meistaraflokkur karla var í þann mund að klára að spila leik gegn nágrönnum okkar frá Fáskrúðsfirði. Leikurinn var vægast sagt hin mesta skemmtun að sögn heimamanna.

Leiknismenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 21.mín en það tók heimamenn einungis 12 mínútur að jafna, þar að verki var fyrirliðinn okkar Þorlákur Helgi. Skömmu síðar bætti Kristinn Snjólfsson við öðru marki á 43. mín. Hálfleikstölur, 2-1.

Í seinni hálfleik bættu heimamenn við þremur mörkum. Mykolas setti tvö mörk, fyrra markið kom á 71. mín og seinna markið á 77. mín. Mate Paponja gerði svo út um leikinn á 90. mín.

Sindrastrákarnir eru þá komnir í 32-liða pottinn og eiga því möguleika á að mæta Pepsi Max deildarliði í næsta drætti.