6. flokkur – TM mót Stjörnunnar


Eftir að 7. flokkur Sindra hafi gert góða ferð í Garðabæinn var komið að 6. flokki Sindra. Sindraliðið mætti til leiks með tvö lið.


Þetta var fyrsta mótið hjá okkar krökkum í dágóðan tíma og sást það á fyrsta leik liðanna. Það var mikið af sterkum liðuð á mótinu og þau létu það ekki á sig fá og spiluðu frábæran fótbolta ásamt því að leggja sig öll fram. Það sem vakti mikla athygli á mótinu var hártíska hjá “Sindra 1” en þar á bæ er verið að safna í gott tagl.

Sindrakrakkarnir skoruðu mörk í öllum regnbogans litum og fagnaði þeim einstaklega vel. Leikmenn og foreldrar voru félaginu til sóma á þessu móti og sýndu það hvernig sannir Sindramenn koma fram.

Framtíðin er svo sannarlega björt hjá þessum krökkum!

Leikmenn Sinda á mótinu:

Sindri 1
Ágúst Hilmar
Jóhann Frans
Kristján Reynir
Sindri Sigurjón
Thelma Björg
Ðuro StefanSindri 2
Alex Leví
Alexander
Elías Bjarmi
Hlynur Ingi
Ólafur Steinar
Rijad
Stefán Birgir