KA of stór biti fyrir Sindra (umfjöllun og viðtöl)

Sindramenn tóku fyrr í dag á móti Pepsi Max deildar liði KA í Mjólkurbikarnum. Fimm mörk voru skoruð en því miður voru þau öll skráð á þá gul klæddu.

Það blés aðeins á leikmenn beggja liða þegar þeir gengu út á völlinn

Bæði lið byrjuðu af miklum krafti og það kom snemma í ljós að Sindramenn ætluðu ekki að liggja aftarlega á vellinum, heldur stigu þeir hátt upp og létu til sín taka.

Það var hins vegar Daníel Hafsteinsson sem braut ísinn eftir einungis 14 mínútur eftir góðan undirbúning frá samherja sínum. Mykolas Krasnovskis var svo tábreidd frá því að jafna metin á 26. mínútu en Jajalo markmaður KA varði vel frá honum. Á 37. mínútu kom Brynjar Ingi Bjarnason KA í 2-0 eftir hornspyrnu.

Róbert Marwin Gunnarsson átti nokkar stórbrotnar vörslur í dag

Það var örlítið jafnræði með liðum í byrjun síðari hálfleiks en það var ekki fyrr en á 74. mínútu sem KA menn tóku framúr okkur í baráttunni og krætu sér í víti. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr vítaspyrnunni og byrjaði þar með að gera atlögu að þrennunni sem honum svo tókst, því hann bætti við tveimur öðrum mörkum á 79. mínútu og 84. mínútu.

Það sem réði úrslitum í leiknum voru í rauninni meiri gæði KA manna og færri mistök. Sindramenn áttu góða spretti og hefðu getað komið boltanum í netið en heilt yfir voru KA menn bæði meira með boltann og með meiri gæði en baráttuglaðir Sindramenn.

Bestu stuðningsmenn landsins mættu á völlinn og létu vel í sér heyra

Hér fyrir neðan koma viðtöl og linkur af leiknum í heild sinni sem félagar okkar hjá KA TV tók upp. Það styttist svo í að stelpurnar okkar spili sinn fyrsta leik í Mjólkurbikarnum og við erum með skemmtilegt efni í aðdraganda þann leiks sem mun koma fljótlega hér inn á síðuna.

Ásgrímur Arason spilaði sinn fyrsta “alvöru” keppnisleik í fyrir mfl. Sindra!