Örstutt í fyrsta leik hjá Sindrastelpum (viðtal + auglýsing)

Næstkomandi sunnudag kl. 14:00 leika Sindrastelpurnar okkar gegn Fjarðarbyggð/Hetti/Leikni í Mjólkurbikar kvenna. Leikurinn er jafnframt fyrsti alvöru leikur stelpnanna þetta tímabilið og hvetjum við ykkur kæru stuðningsmenn til að taka daginn frá og mæta og styðja stelpurnar til sigurs.

“Stuðningsmannahjalið” er orðið að föstum lið hjá félaginu og Alexandre þjálfari Sindra ætlar að hitta stuðningsmenn í Heklu kl. 12:30.

Okkar stelpur eiga harma að hefna úr leik þessara liða í Lengjubikarnum þar sem okkar stelpur lutu í lægra haldi 7-2 svo þær þurfa á öllum stuðningi sem hægt er að fá að halda!

Kunnugleg andlit munu sjást á vellinum þennan daginn og einnig glæný andlit. Þeirra á meðal eru markvörðurinn Elian Graus Domingo, ung og gríðarlega efnileg stelpa frá Spáni, spænski framherjinn Alexandra Taberner og ameríski miðjumaðurinn Marlyn Campa. Jovana Milinkovic er reyndar ný líka fyrir áhorfendur en spilaði með liðinu í Lengjubikarnum. Þá ætlar okkar eina sanna Laufey Lára Höskuldsdóttir (sem lék í hjarta varnarinnar sumarið 2017) einnig að aðstoða okkur.

Mars, Alex og Eli

Kvennaliðið hefur aðeins nýlega komið saman til æfinga svo hægt sé að tala um að heilt lið sé að æfa og leikmenn verða að týnast inn allt fram til loka júní. Það verður því spennandi og skemmtilegt að sjá framvinduna hjá þeim í sumar og má búast við stíganda í leik liðsins með hverjum leiknum.

S