Védís Harpa Ármannsdóttir: Munið svo að vera heiðarlegir en harðir í horn að taka!

Védís Harpa Ármannsdóttir er afmælisbarn dagsins og því vel við hæfi að hún sé kempa dagsins hjá Sindrafréttum! Védís spilaði í 10 ár með Sindra og vann sér það meðal annars til frægðar að hljóta bronsskóinn í 2. deild kvenna árið 1991! Hún varð einnig margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Val. Hún spilaði á miðjunni, var grjóthörð og mörk sem skoruð eru lengst utan af velli og lenda í boga yfir markmanninn eru enn þann dag í dag kölluð Védísarmörk um allt land! Aumingjaskapur var og er ekki til í hennar orðabók! Ógleymanlegt er þegar hún eignaðist sitt þriðja barn, komin yfir þrítugt og keppnistímabilið að byrja eftir tvær vikur. Hún gerði sér lítið fyrir og var mætt á miðjuna, eldspræk að vanda, í fyrsta leik! Það var ekki hennar síðasta tímabil því hún spilaði síðast í 1. deild kvenna þegar hún var 43 ára!

Védís er íþróttakona af guðs náð, enda væri það mikil sóun á hæfileikum og keppnisskapi ef hún væri það ekki! Hún spilar blak, hjólar og hleypur… og það kemur líklega fæstum á óvart að hún á annan besta tímann í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni í sínum aldursflokki.

Við skulum sjá hvað kempan hefur að segja!

Þú hefur átt frábærann feril en ef að þú ættir að velja eitt atvik sem að þú ert stoltust af, hvaða atvik væri það? Atkvæði mitt verður …nokkrir Íslands- og bikarmeistara titlar með Val Reykjavík. Svo átti ég 10 góð ár með Sindra!!

Hvað er skondnasta atvik ferilsins? Sennilega þegar við Sindra skvísur vorum að fara fljúgandi með lítilli vél til Vopnafjarðar að keppa og flugmaðurinn röltir inn eftir vélinni og skimar yfir hópinn svona rétt til að athuga hvort alls öryggis væri gætt og segir …jæja eru ekki allir spenntir….og ónefndur leikmaður svarar honum og segir ….Ha nei ég hef svo oft komið þangað!!

 Hverju sérðu mest eftir á þínum ferli? Að hafa ekki byrjað fyrr í fótbolta,fór á mína fyrstu æfingu hjá Sindra þegar eg var að vinna í fiski á Höfn tvítug…..Þetta var að eg held fyrsta æfing sem sem félagið auglýsti og mig minnir að um 30 stelpur hafi mætt og ætli Hilla hafi ekki verið 6 ára og ég elst.

Fylgistu mikið með fótbolta, og hvaða liðum fylgistu þá helst með?  Já fygist ágætlega með mörgum liðum, hef taugar til Sindra, Vals,Hattar, Þróttar og svo gef ég Ejub og félögum í Ólafsvík auga.

Védís í fremri röð fyrir miðju

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í öllum heiminum?  Maradona og Ronaldo

Ertu stolt/ur að hafa spilað fyrir Sindra?  Auðvitað…en ekki hvað!

Hvernig finnst þér Sindraliðið vera þróast undir stjórn Ingva/Alexar?  Uffff 19 ár síðan eg fór frá Höfn, og veit ekki neitt, en hljóta þeir ekki að vera á réttri leið? Hverjir eru þeir annars?

Hverjir voru/eru þínir styrkleikar sem leikmaður? Ég hef ekki verið þekkt fyrir að gefast upp, svo baráttu hundur er líklega minn styrkleiki,knatttæknin var kannski stundum að spilla fyrir manni 😉

Finnst þér að Sindri þyrfti að gera eitthvað betur?   Er ekki alltaf hægt að gera betur.

Ef að þú værir að fara í útileik og þyrftir að deila hótelherbergi með einum leikmanni hver yrði fyrir valinu og af hverju? Segi nú bara góður þessi, ætli ég þekki einhvern í liðinu.

Hver er steiktasti Sindrasamherji sem að þú hefur spilað með?  OMG man það ekki lengur.

Hver er besti Sindrasamherji sem að þú hefur spilað með? Hilla, Rósa Júlia, Jóna Benný og trippið hún Embla,æji og fleiri…..

Hver er besti mótherji sem að þú hefur spilað á móti? Hera systir var erfið og Ásta B Gunnlaugs líka.

Hvernig leggst sumarið í þig  Ljómandi vel !!

Er eitthvað sem þú vilt koma til skila hvað varðar unga Sindraleikmenn? Verið duglegir að æfa, munið að æfingin skapar meistarann, og það sem þið gerið auka…gerir ykkur betri!! Munið svo að vera heiðarlegir en harðir í horn að taka!

Svona í lokum er einhvað sem þú vilt koma á framfæri við stuðningsmenn Sindra? Já munum að við breytum ekki dómi dómarans,verum kurteis við alla á vellinum!

Er ekki Grellir hættur að láta dómarann heyra það 😉 Góðar stundir.