Vikupóstur yngriflokka

Það var í nógu að snúast hjá yngriflokkum Sindra í síðustu viku og hér koma helstu fréttir úr leikjum hjá 3., 4., 8., 6., og 7. flokki.

4.flokkur stúlkna fór norður fyrir jökul og kepptu þar við Tindastól og Kormák/Hvöt. Leikurinn við Tindastól var hnífjafn og gat farið á hvorn veginn sem er, það var þó Tindastólsstúlkur sem skoruðu eina mark leiksins á lokamínútu leiksins og 1-0 tap staðreynd.
Þær voru ekki lengi að jafna sig á þessum leik því daginn eftir mættu þau sameignlegu liði Kormáks/Hvatar. Það var heldur betur kraftur í okkar stúlkum sem sigruðu þennan leik með sex marka mun. Aldís skoraði þrennu, Elín Ása skoraði tvö mörk og Siggerður skoraði síðan Kristbjörg eitt mark.

4.flokkur drengja fór að spila í Garðinum á laugardeginum og mættu þar heimamönnum Reyni/Víði. Okkar menn byrjuðu af krafti og var staðan 0-4 í hálfleik. Guðmundur Jón með tvö mörk, Stígur með eitt og Freyr  með annað. Seinni hálfleikur var jafnari þó að Sindramenn voru alltaf með yfirhöndina. Björvin bætti síðan við einu marki um miðjan seinni hálfleik og þar við sat, 0-5 sigur okkar drengja.
Daginn eftir var aftur leikur en hann var hinu meginn við flóann. Þeir mættu heimamönnum í Snæfell í stykkishólmi. Blíðaskapaveður var á leiknum en okkar drengir sáu samt ekki til sólar. Freyr jafnar leikinn í 1-1 9.mínútu og síðan tóku Snæfellingar öll völd og leikurinn endaði með 7-1 tapi Sindramanna.
Strákarnir sem og foreldar eiga mikið hrós skilið enda ekki sjálfsagt að spila á suðurnesjum og síðan Snæfellsnesinu sömu helgina.


3.flokkur drengja spilaði einnig um helgina. Í A-liði Selfoss/HÆKS gegn ÍA/Skallgrím byrjuðu Kjartan í hjarta varnarinnar og Hermann á kanntinum og spiluðu þeir allann leikinn. Ægir sat sat á bekknum. Leikurinn endaði með heiðursmanna jafntefli 2-2.
Seinna sama dag spilaði B-lið Selfoss/HÆKS og byrjaði þar Ægir á miðjunni og Tómas Orri í hjarta varnarinnar.  Þeir voru lykilmenn í 2-5 sigri á Skagamönnum og spiluðu báðir allann leikinn.

Það fóru síðan 33 vaskir krakkar frá Sindra á ÞS-mót og skiptist það niður í eitt lið í 8.fl, tvö lið í 7.fl og síðan tvö lið í 6.fl. Mótið gekk vonum framar og stóðu allir sig með mikilli prýði. Það voru mörg mörk skoruð, mikið fagnað og umfram allt mjög gaman. Það sem stóð uppúr var að Sindri 2 fékk veitta háttvísisverðlaun fyrir sína framkomu á mótinu.
Foreldrar fá sérstakt hrós en þau voru til fyrirmyndar, ákaflega hjálpsöm og eiga skilið miklar þakkir !

Liðin voru svona skipuð:

8.flokkur
Andir Aron
Daníel 
Svavar
Garðar
Tristan
Kolbeinn
Sigurður7.flokkur
Sindri 1
Adam Bjarni
Björgvin Leó
Gunnar Ernir
Ívar Örn
Mikael
Sigurður Arnar
Theódór Árni

Sindri 2
Ágúst Logi
Aron Fannar
Garpur
Hinrik Guðni 
Kristinn Logi
Óliver Snær6.flokkur
Sindri 1
Ágúst Hilmar
Alexander
Jóhann Frans
Sindri Sigurjón
Stefán Birgir
Thelma Björg

Sindri 2
Alex Leví
Arnar Ingi
Elías Bjarmi
Hlynur Ingi
Ólafur Steinar
Rijad