Vikupóstur yngriflokka

Það var í nógu að snúast hjá yngriflokkum Sindra í síðustu viku og hér koma helstu fréttir úr leikjum hjá 3. og 4. flokki.

3.flokkur karla 
Föstudaginn 17.maí fóru Hermann Þór og Kjartan Jóhann í leik með A-liði Selfoss í bikar á móti Val. Unnu 2-1 og stóðu sem með prýði. Hermann var tekinn útaf á 90 mín og Kjartan kom inná í seinni hálfleik framlengingar.Hermann og Kjartan byrjuðu hjá A-liði Selfoss á móti HK. 
Strákarnir spiluðu einnig á sunnudaginum. Hermann spilaði 70 mínútur og skilaði góðu marki og Kjartan spilaði allan leikinn í vörninni.
Tómas Orri og Ægir Þór byrjuðu síðan báðir í B-liði Selfoss á móti HK. Þeir félagar spiluðu allan leikinn og stóðu sig með mikilli prýði.


3.fl kvenna
Salvör Dalla, Dagmar Lilja og Dilijá Ósk byrjuðu allar hjá Selfoss á móti Einherja á Jáverk vellinum á Selfossi. Aníta Aðalsteinsdóttir kom svo inná í síðari hálfleik. Lið stúlknanna var lengi í gang og tapaðist leikurinn 1-2.

4.fl karla 
Sindrastrákarnir spiluðu fyrsta heimaleik hjá yngriflokkum. Þar mættu þeir liði sterku liði Gróttu. Leikurinn spilaðist einstaklega vel af hálfu Sindra og skoruðu þeir Arnar Hrafn Ólafsson og Guðmundur Jón Þórðarson stórglæsileg mörk og endaði leikurinn með 2-0 sigri Sindramanna.

4.flokkur kvenna lagði land undir fót og spilaði við Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir á Norðfirði. Stelpurnar lentu undir snemma leiks en Sunna Lind Sævarsdóttir jafnaði leikinn á 10 mínútu. Áður en dómarinn flautaði til hálfleiks þá hafði Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir bætt tveimur mörkum við og því staðan 3-1 í hálfleik.
Stelpurnar komu síðan gríðarlega sterkar inní seinni hálfleik og minnkaði Kristbjörg Natalía Jakobsdóttir muninn á 40 mínútu. Síðustu 15 mínúturnar voru stórkostlegar en Elísabet Guðmunsdóttir jafnaði leikinn á 47 mínútu og Siggerður Egla Hjaltadóttir kom okkar stelpum yfir á 54mínútu. Það var síðan Djúpavogsbúinn snjalli Aldís Sigurjónsdóttir sem bætti við tveim mörkum á 55 mínútu og 60 mínútu sem skilaði okkar stúlkum 3-6 sigri.