5. flokkur – TM mótið í Vestmannaeyjum

Þann 13.júní síđastliđinn lögđu 14 ungar og efnilegar Sindrastúlkur í 5. flokki land undir fót og héldu af stađ til Vestmannaeyja þar sem þátttaka á TM mótinu beiđ þeirra. Mikil spenna var í hópnum enda sumar ađ fara á sitt fyrsta fótboltamót.

Stúlkurnar kepptu fjöldan allan af leikjum, þrjá leiki fyrstu tvo dagana og fjóra leiki á seinasta deginum. Þær fengu öll úrslit sem í bođi voru, sigra, jafntefli og töp. Eins og þjálfarinn sjálfur segir þá skipta úrslitin ekki máli heldur ađ leggja sig allan fram, hafa gaman og geta gengiđ út af vellinum sáttur viđ sitt framlag. 

Mikilvæg reynsla bættist viđ reynslubankann hjá stelpunum, ekki bara inn á vellinum heldur líka utan vallar. Stelpurnar kynnast betur og verđa oftar en ekki enn meiri vinkonur eftir svona mót. 
En eins og gengur og gerist á svona mótum þá var brallađ ýmislegt fleira. Þađ var til ađ mynda fariđ í siglingu, skođunarferđ á sædýrasafniđ, feluleik í skólanum og sund þar sem kafhæfileikar þjálfarans voru kannađir međ því ađ halda honum ítrekađ í kafi. 

Ađ lokum vill þjálfarinn koma á framfæri þökkum til allra sem hjálpuđu til ađ gera þessa ferđ ógleymanlega.