Stelpurnar komnar á blað (mörkin)

Meistaraflokkur kvenna lék í gær sinn þriðja leik í Íslandsmóti þegar Leiknir R. heimsótti þær á Sindravelli.

Sindrastelpur byrjuðu leikinn af krafti og léku fyrstu 45. mínúturnar frábærlega. Þær óðu í færum og fengu fá færi á sig. Það var sömu sögu að segja í seinni hálfleik. Það tók stelpurnar 89 mínútur að brjóta ísinn. Þar að verki var framherjinn okkar Alexander Taberner sem kláraði færið sitt vel eftir góða sendingu frá nýjasta leikmanni mfl. kvenna, Mörtu Saez Sivill.

Fyrsti sigur Sindrastelpna staðreynd og eru þær loksins komnar á blað í Íslandsmótinu. Næsti leikur þeirra verður fyrir norðan á Húsavíkurvelli þegar þær heimsækja lið Völsungs sem situr á toppi deildarinnar með fjóra sigra og ekkert tap í sumar.