5. flokkur – N1 mótið og Íslandsmótið

Mikið var um að vera hjá 5. flokki karla í síðustu viku. Tólf strákar héldu galvaskir norður á land til að spila á Íslandsmóti og N1 móti KA og spiluðu þeir alls 10 leiki á 6 dögum.

Byrjuðu þeir á að spila við KA í Íslandsmótinu og var það jafn og skemmtilegur leikur sem endaði með jafntefli 3-3.

Þá tók við hið bráðskemmtilega N1 mót KA manna og gengu þeir erfiðlega. Þeir spiluðu alls 8 leiki á mótinu og náðu einum sigri. Þrátt fyrir töpin voru þeir ávallt glaðir og tilbúnir í næsta leik án þess að láta það hafa áhrif á sig. Hlutu þeir svo Háttvísisverðlaun Sjóvá á mótinu fyrir háttvísi innan vallar og voru þeir vel að því komnir. Baráttuvilji, samkennd og liðsheild einkenndi drengina og sigur í seinni leik Íslandsmótsins gegn KF/Dalvík 4-1 toppaði svo ferðina og héldu allir glaðir heimaleið.

Efnilegir og flottir strákar sem eiga bjarta fótboltaframtíð!

Efsta röð: Sigurður, Jahem, Hilmar, Patrekur og Sigursteinn.
Mið röð: Rami, Ágúst, Vignir og Jóhannes.
Nesta röð: Ríkharður, Sigurður og Kári.