6. flokkur – Orkumótið í Eyjum

Orkumótið í Eyjum 2019 var haldið dagana 26.- 29. júní fóru 9 flottir Sindra krakkar úr 6. flokki á Orkumótið í Vestmannaeyjum.

Þau spiluðu 10 leiki og gekk þeim betur í sumum en öðrum eins og gengur og gerist en allan tímann var barist á fullu inná vellinum og gleðin skein alltaf af þeim. Að sjálfsögðu varð að kíkja í sundlaugina og að spranga og tekin smá fræðslu bíltúr um eyjuna. Það sem toppaði ferðina var að þau fengu Háttvísisverðlaun KSÍ og það er fyrir háttvísi og heiðarlega framkomu á vellinum.

Þau stóðu sig vel og voru félaginu til sóma hvar sem þau voru.

Efri röð f. vinstri: Jóhann Frans, Telma, Alexander, Stefán, Aðalsteinn.
Neðri röð f. vinstri: Ágúst Hilmar, Sindri, Kristján, Alex.