Gott útivallarstig eftir fyrsta tap okkar stráka á Sindravöllum (umfjöllun úr tveimur leikjum)

Meistaraflokkur karla spilaði sl. miðvikudag gegn Vængjum Júpíters í 11. umferð í Íslandsmóti.

Sindramenn létu strax til sín taka og skoruðu fyrsta mark leiksins á 2.mín og þar að verki var Kristinn Snjólfsson. Tveimur mínútum seinna bætti Mate Paponja við öðru marki Sindra og staðan orðin 2-0. Gestirnir voru ekki á því að gefast upp og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum frá Magnúsi Pétri Bjarnasyni fyrra mark hans kom á 15. mín og það seinna á 24 mín. Á 36.mín dró til tíðinda, þá fengu gestirnir afar ódýra vítaspyrnu svo meira sé ekki sagt og úr henni skoraði fyrirliði gestanna, Hjörleifur Þórðarson og staðan orðin 3-2 fyrir gestinna úr Grafarvogi.

Á fyrstu mínútu seinni hálfleiks jafnaði Tómas Leó leikinn en nokkrum mínútum seinna bættu gestirnir við öðru marki og staðan orðin 3-4. Mate Paponja var aftur á ferðinni á 59. mín og skoraði sitt annað mark og jafnaði þar með leikinn. Á þessum tímapunkti leiksins lágu Sindramenn á Vængjum Júpíters og voru alltaf líklegir til þess að skora. Á 78. mín skora gestirnir sitt fimmta mark algjörlega gegn gangi leiksins og komast í stöðuna 4-5. Heimamenn reyndu allt sem þeir gátu til að jafna en þeim tókst það ekki og fyrsta tap Sindrastrákanna í sumar á heimavelli staðreynd.

Illi okkar kláraði sínar fyrstu 90 mín gegn Vængjum Júpíters.

Í gær lögðu strákarnir land undir fót og spiluðu gegn Einherja frá Vopnafirði í 12. umferð í Íslandsmóti. Þetta var jafnframt fyrsti leikur þeirra í seinni umferðinni.

Heimamenn skoruðu mark strax á 2. mínútu leiksins úr hornspyrnu. Mykolas Krasnovskis jafnaði leikinn á 16. mínútu eftir góða skyndisókn Sindramanna. Sindramenn byrjuðu leikinn á að liggja aðeins tilbaka og beittu mörgum góðum skyndisóknum. Á 19. mínútu kom Todor Hristov heimamönnum í 2-1 eftir góða skyndisókn, Sindramenn áttu margar góðar sóknir sem þeir náðu ekki að nýta sér og staðan í hálfleik 2-1 fyrir Einherja.

Í seinni hálfleik má segja að einungis eitt lið hafi verið á vellinum. Einherji lágu til baka og Sindramenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Það kom svo loksins að því á 92.mín þegar Tómas Leó tók aukaspyrnu fyrir utan teig og smellti honum upp í vinkilinn, óverjandi fyrir markvörð Einherja sem var búinn að vera þeirra besti maður í leiknum.

Næsti leikur Sindramanna verður laugardaginn 20. júlí gegn Reyni Sandgerði!

Tómas Leó hefur verið iðinn við kolan fyrir framan markið!