Grátlegt tap hjá mfl. kvenna (viðtöl)

Meistaraflokkur kvenna lék sl. föstudag gegn Álftanesi í 6. umferð, 2. deildar kvenna.

Sindrastelpur lentu fyrst undir í leiknum þegar þær fengu mark á sig á tíundu mínútu. Okkar stelpur voru ekki lengi að svara og skoruðu jöfnunarmarkið á 16. mín. Þar að verki var Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir eftir undirbúning Alexöndru Taberner. Á 38. mínútu fengu gestirnir aukaspyrnu sem fór í varnarmann Sindra og svo hröklaðist boltinn til leikmann Álftanes sem náði að skoti að marki og inn fór boltinn. Staðan orðinn 1-2 þegar bæði lið gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik má segja að eitt lið hafi verið á vellinum. Sindrastelpur spiluðu frábæran fótbolta og greinilegt að Alexandre þjálfari Sindra hafi gefið þeim góð ráð í hálfleiksræðu sinni. Sindrastelpur misstu snemma í síðari hálfleik markmann sinn af velli, Huldu eftir að hún fékk spark í höfuðið. Elian kom inná í stað hennar. Á 66. mínútu fengu okkar stelpur aukaspyrnu sem Inga Kristín tók. Hún átti frábæra spyrnu inn í teig á systur sína Guðrúnu sem skallaði boltann fyrir fætur Alexöndru Taberner sem kláraði færið vel. Sindrastelpur átti svo hverja sóknina á fætur annarri en inn vildi boltinn ekki.

Leikurinn var gott sem búinn þegar gestirnir skoruðu síðasta mark leiksins á síðustu mínútunni og staðan 2-3 þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Grátlegt tap staðreynd eftir frábæran leik okkar stelpna. Þær spiluðu góðan sóknarbolta og óheppnar að koma boltanum ekki í netið!

Okkar stelpur eiga svo útileik næst gegn Álftanesi næstkomandi laugardag. Það er ekkert annað í boði en að ná í öll þau stig sem eru í boði og hefna fyrir tapið hér í síðustu viku.