Jafntefli hjá mfl. karla (mörkin)

Meistaraflokkur karla lék um helgina gegn Reyni Sandgerði í 13. umferð í Íslandsmóti.

Reynir Sandgerði byrjaði leikinn að krafti og þeir komust yfir á 9.mínútu eftir góða sókn, mark gestanna skoraði Theódor Guðni. Sindramenn voru ekki lengi að jafni en það var hinn ungi og efnilegi Sigursteinn Már sem var réttur maður a réttum stað og fylgdi eftir skoti frá Tómasi. Virkilega gott mark frá stráknum. Á 26.mín komust gestirnir aftur yfir með marki frá Strahinja Pajic eftir misheppnaða hreinsun okkar manna úr hornspyrnu.

Í síðari hálfleik mættu okkar menn tvíefldir til leiks og voru ekki lengi að jafna. Það var brotið á Robertas í hornspyrnu og dæmd vítaspyrna sem Mate Paponja skoraði örugglega úr. Bæði lið reyndu hvað þeir gátu að sækja þriðja markið sitt en það tókst ekki og lokatölur leiksins, 2-2.

Næsti leikur Sindramanna er næstkomandi laugardag gegn Álftanesi á Sindravöllum kl. 16:00!