Júní pistill yngri flokka

Pistill frá yfirþjálfara knd. Sindra

Júní er búinn að vera ákaflega viðburðarríkur hjá yngriflokkum Sindra. Hér að neðan ætla ég að ræða um hvern flokk fyrir sig og stikla á stóru hvað hefur gerst þennan mikla fótboltamánuð.

7.flokkur

Vaskir kappar héldu á mót norður til Blönduósar. Þar mættu þeir á Smábæjarleikanna sem haldnir eru árlega 15 og 16 júní. Mótið gekk ákaflega vel og stóðu strákanir sig ákaflega vel og skoruðu mörg mörk í öllum regnboganslitum. Sindri 1 lenti 2.sæti á mótinu og Sindri 2 í 5. Sæti.

6.flokkur

Júní byrjaði á því að haldið var suður á Selfoss 8-9 júní og fór yngra árið í 6.flokk þangað. SET-mótið á Selfossi fær mikið hrós frá okkur Sindramönnum, þvílíkt mót í alla staði. Mótið gekk mjög vel og stóðu strákarnir sig með eindæmum vel. Liðið endaði í 3ja sæti og var Rijad valinn maður riðilsins.

Einnig fóru þeir á Smábæjarleikanna á Blönduósi eins og 7.flokkur og fóru bæði eldra og yngra ár. Þar var mikið gaman og áttu þeir, líkt og 7.flokkur, flott mót. Það var mikið verið að spila við eldri stráka og Sindramenn létu ekkert á sig hafa og spiluðu fallegan fótbolta.

Eldra árið endaði mótið í eyjum og tóku þátt í orkumótinu. Það verður fjallað um það í öðrum pistli en eins og vanalega sýndu þau öllum hvernig sannir Sindramenn koma fram og voru þau gjörsamlega frábær á öllum sviðum knattspyrnunnar.

5.flokkur

Strákarnir eru sá eini flokkur sem áttu ekki mikið af leikjum í júní en þeir áttu einn heimaleik gegn Þór.
Leikurinn gekk vel og skoraði Sindri 2 mörk gegn tveimur mörkum frá Þór. Stórmeistarajafntefli og vakti það mikla athygli skák þjálfara Sindra, Þeim Ingva og Sigurstein, gegn Illa (Ingva Þór) staðgenglisþjálfara Þór.

Stelpurnar áttu törneringu á norðfirði þann 19.júní og spiluðu þar gegn Fjarðabyggð/Leikni/Einherja, Fjarðabyggð/Leikni/Einherja 2 ásamt Hetti. Þær unnu stóra sigra gegn Fjarðabyggð/Leikni/Einherja og Fjarðabyggð/Leikni/Einherja 2 og enduðu á því að sigra Hött 3-1 í stórskemmtilegum leik. Stelpunar sýndu fyrirmyndarframkomu og halda áfram að vera sýnidæmi hvernig sannur Sindramaður kemur fram.

4.flokkur

Strákarnir spiluðu heimaleik gegn Grindavík þann 15.júní. Leikurinn var æsi spennandi og skoraði Stígur Aðalsteinsson sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Frábær sigur og glæsileg frammistaða Sindramanna staðreynd. 
Helgina 25 og 26.júní var haldið í höfuðborgina og spilað leiki við bæði Leikni R og Álftanes. Fyrri leikurinn var erfiður en Birgir Leó Halldórsson jafnaði leikinn á 13.mínútu, 1-1. Eftir það þá silgdu Leiknismenn frammúr okkur og enduðu leikar með sigri Leiknis 4-1. 
Okkar menn gátu ekki verið að svekkja sig lengi því strax næsta dag var leikur gegn Álftanes en þar heldur betur svöruðu þeir fyrir tapið. Þeir spiluðu glimrandi vel og sigruðu leikinn 1-6.

Stelpunar áttu rólegan mánuð líkt og 5.flokkur karla en þær skelltu sér til Djúpavogar og mættu þar Tindastól við algjörar toppaðstæður í Djúpavogi. Vinir okkar þar eiga skilið mikið hrós fyrir völlinn og umgjörð. Leikurinn var afar spennandi og stóðu stelpunar sig afar vel en það var samt Tindastólstúlkur sem skoruðu sigurmarkið þegar tvær mínútur voru til leiksloka og svekkjandi 0-1 tap staðreynd. Stelpunar okkar eiga samt mikil lof fyrir flottann leik og mikla baráttu.

3.flokkur

Stelpunar okkar eru í samstarfi með Selfossi og héldu þær í þrjá leiki með þeim. Þær Dagmar Lilja, Diljá Ósk, Arna Ósk, Salvör Dalla og Aníta mættu í þessa leiki.Þær mættu liði Þrótt R, Einherja sem og Grindavík. Þær uppskáru sigur gegn Grindavík en þurftu að lúta í lægra gras gegn Þrótti R og Einherja. Þær uppskáru mikið lof fyrir sínar frammistöður og eru þær oft á tíðum mjög mikilvægur partur af liðinu. Þjálfari Selfossar sem og þjálfari þeirra (Alex) eru gríðarlega ánægðir með hugafar og baráttu okkar stúlkna sem hjálpar þeim gríðarlega í komandi verkefnum með meistaraflokki.

Strákarnir eru líkt og stelpunar í samstarfi með Selfoss. Þeir fylgja gjörðum stelpnanna og spiluðu einnig þrjá leiki í júní. Hermann og Kjartan voru lykilmenn með A-liðinu og Ægir var tilbúinn á bekknum og spilaði síðan lykilhlutverk með B-liðinu ásamt Tómasi Orra og Birki Snæ.
Það er frásögufærandi að leikið var á Sindravöllum þann 12.júní og þar léku liðin Selfoss/Sindri gegn FH. Þetta voru flottir leikir hjá okkar strákum og skiluðu þeir sigri í A-liðum og síðan jafntefli í B-liðum. 
Síðan sama mánuð mættu þeir Stjörnunni og Fjölni. Gegn Stjörnunni var sami bragur á og geng FH, A-liði skilaði sigri en markalaust jafntefli hjá B-liðinu. Á móti Fjölni tapaði Selfoss/Sindri í A-liðum en í B-liðum héldu þeir uppteknum hætti og enduðu leikar með 2-2 jafntefli.

Kjartan er einn af nokkrum Sindrastrákum sem spilar með sameiginlegu liði Sindra, Ægis, Selfoss, Hamars og KFR.

Þetta var afar viðburðaríkt Sumar og vil ég hvetja alla sem birta myndir á samfélagsmiðlum að nota myllumerkið #sindramenn svo við getum fylgst vel með skemmtilegum augnablikum og framgöngu okkar ástkæra félag.