Sindrastelpur með góðan útisigur gegn Álftanesi

Meistaraflokkur kvenna fóru vestur með sjó og spiluðu gegn Álftanesi sl. laugardag í 7. umferð í Íslandsmóti.

Álftnesingar skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 7.mín. Sindrastelpur voru ekki lengi að svara. Ólöf María Arnarsdóttir jafnaði leikinn með marki á 10.mín. Á 43.mín bætti Alexandra Taberner við öðru marki Sindra og staðan orðin 2-1. Marlyn Campa bætti svo við þriðja marki Sindra á 43. mínútu og staðan 3-1 þegar bæði lið gengu til búningsherbergja.

Stelpurnar að fagna jöfnunarmarki Ólafar Maríu

Heimastelpur byrjuðu seinni hálfleikinn að krafti og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum. Mörkin komu á 49. mín og 60. mín. Á 85. mín dró svo til tíðinda þegar Marta Sivill fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hún er þá komin í tveggja leikja bann. Á 90. mín fengu okkar stelpur vítaspyrnu. Jovana Milinkovic steig á punktinn og tryggði Sindrastelpum sigur úr spyrnunni. Þjálfari Sindra, Alexandre Massot fékk að líta sitt annað gula spjald á 90. mín og þar með rautt.

Arna Ósk og Jovana voru ánægðar með sigurinn!
Sindrastelpur fagna hér frábærum sigri!