Sindrastelpur í toppbaráttu!

Meistaraflokkur kvenna vann sinn fjórða leik í röð sl. sunnudag gegn Leikni Reykjavík, 2-5.

Stelpurnar fóru á Akureyri 10. ágúst sl. og sóttu þrjú góð stig gegn Hömrunum. Mörk Sindrastelpna skoruðu Arna Ósk Arnarsdóttir og Jóna Benný Kristjánsdóttir. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Sindra.

Þær fóru svo síðustu helgi í annan útileik sem þær urðu að vinna ef þær ætluðu að blanda sér í baráttuna um að fara upp í 1. deild kvenna. Sindrastelpur mættu ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. Þar að verki voru Marlyn Campa á 16 mín, Jóna Benný á 21 mín og Erla Dís á 22. mín. Leiknisstelpur ákváðu að gefast ekki upp og bættu við einu marki fyrir hálfleik og staðan 1-3 þegar bæði lið gengu til búningsherbergja.

Í seinni hálfleik bættu Leiknisstelpur við öðru marki á 54 mín og staðan orðin 2-3 fyrir Sindra. A 65 mín bætti Ólöf María við marki og staðan orðin 2-4. Marlyn Campa kláraði svo leikinn með að skora sitt annað mark á 80 mín.

Frábær 2-5 sigur Sindra staðreynd og stelpurnar okkar í toppmálum. Þær eiga tvo leiki eftir og sex stig nauðsynleg ef þær ætla upp um deild. Næstu helgi 24.08 spila þær gegn Völsungi á Sindravöllum kl. 16:00 og góður stuðningur er mikilvægur!

Sindrastelpur í góðum gír