4. flokkur – Íslandsmót

Rétt eftir að vikupóstur yngriflokka var birtur í vikunni þá spilaði 4. flokkur kvenna tvo leiki fyrir norðan og 4. flokkur karla einn leik á Djúpavogi.

4. flokkur karla, Sindri/Neisti spilaði sinn annan leik í Íslandsmóti á Djúpavogi s.l. fimmtudag gegn Fjarðabyggð/Leikni.

Strákarnir okkar komust yfir á 41. mínútu og þar að verki var Guðmundur Reynir Friðriksson. Staðan 1-0 fyrir okkar strákum í hálfleik. Í þeim síðari bætti Birgir Leó Halldórsson við marki á 51. mínútu og kom okkar mönnum í 2-0. Gestirnir náðu að klóra í bakkan með marki á 58. mínútu.

Leikurinn endaði 2-1 fyrir okkar strákum og sitja þeir í 4. sæti eftir tvo leiki, eitt tap og einn sigur.

4. flokkur kvenna, Sindri/Neisti lagði land undir fót í vikunni og spilaði tvo leiki fyrir norðan.

Stelpurnar spiluðu fyrri leikinn á Húsavík gegn Völsungi. Leikurinn endaði 4-3 fyrir Völsungi. Mörk okkar stelpna skoruðu, Nína Ingibjörg, Sunna Lind og Elín Ósk.

Seinni leikurinn var spilaður á Sauðárkróksvelli þar sem heimaliðið, Tindastóll braut ísinn á 6. mínútu með marki. Okkar stelpum tókst ekki að koma inn marki og endaði því leikurinn 1-0 fyrir Tindastól.

4. flokkur kvenna