
Á laugardaginn n.k. er fyrsti leikur í Íslandsmóti hjá mfl. karla 2020.
Strákarnir okkar spiluðu 6. júní við Hött/Huginn, í Mjólkurbikarnum fyrir austan og tapaðist sá leikur 2-1 í framlengingu. Nýji framherjinn okkar Cristofer Rolin skoraði mark okkar manna.

Sindrastrákarnir eru harð ákveðnir í að byrja Íslandsmótið á góðum sigri en það verður alls ekki auðvelt. Við í Sindrafréttum vonumst eftir því að stuðningsmenn Sindra mæti á völlinn og láti vel í sér heyra!
Jón Guðni Sigurðsson fréttaritari Sindrafrétta tók viðtal við Ingva Ingólfsson og fór þjálfarinn yfir það helsta.
