Fyrsti leikur framundan hjá mfl. karla

Á laugardaginn n.k. er fyrsti leikur í Íslandsmóti hjá mfl. karla 2020.

Strákarnir okkar spiluðu 6. júní við Hött/Huginn, í Mjólkurbikarnum fyrir austan og tapaðist sá leikur 2-1 í framlengingu. Nýji framherjinn okkar Cristofer Rolin skoraði mark okkar manna.

Spænski framherjinn, Cristofer Rolin

Sindrastrákarnir eru harð ákveðnir í að byrja Íslandsmótið á góðum sigri en það verður alls ekki auðvelt. Við í Sindrafréttum vonumst eftir því að stuðningsmenn Sindra mæti á völlinn og láti vel í sér heyra!

Jón Guðni Sigurðsson fréttaritari Sindrafrétta tók viðtal við Ingva Ingólfsson og fór þjálfarinn yfir það helsta.

Glebs nýji markvörður Sindra mun berjast um stöðuna við Róbert Marwin og Júlíus.