Jafntefli og tap gegn Álftanesi (viðtal)

Meistaraflokkar Sindra kepptu tvo leiki um síðustu helgi en báðir voru þeir gegn Álftanesi.

Stelpurnar spiluðu hérna heima en úrslitin voru ekki ásættanleg þó spilamennskan hafi verið fín, leiknum lauk 1-2 fyrir gestunum en Arna skoraði mark Sindra.

Strákarnir skelltu sér til Álftanesar og kepptu þar við heimamenn en þeim leik lauk með fínu jafntefli, 1-1 og eru þá strákarnir komnir með sín fyrstu stig, Rolin skoraði mark Sindra.

Næsti leikur hjá mfl. kvenna er gegn Hamri á útivelli 9.júli en mfl. karla keppir við Elliða um næstu helgi á Sindravöllum og hlökkum við til að sjá þig!