Tvö töp í fyrstu umferð (viðtal)

Meistaraflokkarnir spiluðu fyrstu leiki í Íslandsmóti um síðustu helgi

Íslandsmótið byrjaði um helgina hjá meistaraflokkunum okkar en mikil eftirvænting var, þar sem lítill fótbolti hefur verið spilaður. Helgin var erfið hjá okkar liðum en veislan hófst á laugardeginum þegar strákarnir fengu Knattspyrnufélag Garðarbæjar. Leikurinn var tíðindamikill og voru færi á báða bóga en betur hefði mátt fara þar sem KFG menn skoruðu fjögur gegn einu marki okkar manna og var það Mate með markið.

Stelpurnar okkar lögðu land undir fót og spiluðu við ÍR og töpuðu naumlega 2-1 en var það Arna sem skoraði mark stelpna.

Næsti leikur hjá strákunum er útileikur gegn Álftanesi næstkomandi laugardag og hefst sá leikur kl: 14:00.

Stelpurnar spila næstkomandi sunnudag á Sindravöllum gegn Álftanesi en sá leikur hefst einnig kl 14:00, Sindrafréttir hvetja alla að mæta og styðja við bakið á stelpunum okkar.

Inga Kristín í baráttunni og Ylfa klár í seinni boltann.