Vikupóstur yngriflokka

Það var í nógu að snúast hjá yngriflokkum Sindra um síðustu helgi og hér koma helstu fréttir úr leikjum hjá 5., 3., og 2. flokki.

Á laugardaginn keppti 5. flokkur kvenna þrjá leiki á Sindravöllum sama dag.

Fyrsti leikurinn var gegn Hetti og voru stelpurnar okkar í Sindra/Neista fljótar að brjóta ísinn og komust snemma í 2-0 í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skoruðu þær þriðja og síðasta markið undir blálokin og lokatölur 3-0 fyrir okkar stelpum. Næst tóku stelpurnar á móti Fjarðabyggð/Leikni/Einherja og var jafnræði með liðum í byrjun leiks. Stelpurnar voru agaðar og beittar og tókst þeim að vinna leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í síðasta leik stelpnanna okkar gegn Fjarðabyggð/Leikni/Einherja 2, spiluðu stelpurnar okkar gríðalega vel og unnu leikinn nokkuð sannfærandi 6-0.

Markatalan endaði 11:0 hjá okkar stelpum og eins og tölur gefa til kynna þá var varnaleikurinn sem og sóknaleikurinn magnaður! Frábær dagur hjá okkar stelpum og framtíðin svo sannarlega björt hjá þeim!

5.fl kvenna

Á sunnudaginn keppti 3. flokkur karla gegn gríðalega sterku liði Aftureldingar í bikarnum.

Leikurinn byrjaði á þvi að gestirnir voru fljótir að taka völdin og stjórnuðu leiknum vel. Sindrastrákarnir voru nokkuð skipulagðir en héldu skipulaginu ekki lengi út. Gestirnir nýttu sér nokkur mistök okkar manna og skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik. Okkar strákar komu sterkir út í seinni hálfleik og fyrstu tuttugu og fimm mínúturnar spiluðu okkar strákar vel og óheppnir að skora ekki. Þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum fengu strákarnir fjögur mörk á sig og leikurinn endaði 0-7 fyrir Aftureldingu.

Strákarnir og stelpurnar fengu gífurlega góðan stuðning frá okkar fólki á pöllunum báða daganna og það gerir leikinn svo miklu skemmtilegri fyrir ungu kynslóðina okkar. Við hjá félaginu erum stolt af okkar foreldrum og stuðningsmönnum sem láta vel í sér heyra og styðja við bakið á liðinu í blíðu og stríðu.

3.flokkur karla

2. flokkur karla spilaði fyrsta leikinn á tímabilinu gegn ÍR í Breiðholtinu á sunnudaginn. Okkar strákar eru komnir í sameiginlegt lið ÍBV/KFS/Sindri.

Strákarnir sem fóru í leikinn voru: Kjartan, Ægir, Björgvin, Júlíus, Sigursteinn, Oddleifur og Kristófer. Leikurinn endaði 2-2 og okkar maður Kristófer Hernandez skoraði annað mark okkar ÍBV/KFS/Sindra

Kristófer skoraði gegn ÍR