Vikupóstur yngriflokka

Það var nóg um að vera hjá yngriflokkum Sindra

Það var í nógu að snúast hjá yngriflokkum Sindra í vikunni sem var að líða og hér koma helstu fréttir úr leikjum hjá 8., 7., 4., 5., 3., og 2. flokki.

Úrslit s.l viku voru:

2. flokkur karla 6-2 sigur á Sindravöllum og 2-2 jafntefli á Fellavelli gegn Austurlandi.

3. flokkur karla 5-1 tap á Hertzvellinum gegn ÍR.

4. flokkur kvenna 0-2 tap á Sindravöllum gegn Álftanesi.

4. flokkur karla 4-1 sigur á Sindravöllum gegn Álftanesi og 2-1 sigur gegn KFR s.l. mánudag.

5. flokkur karla 10-2 sigur á Djúpavogi.

5. flokkur kvenna tóku þátt á TM – mótinu í Eyjum. Þær stóðu sig vel og komu heim með bikar.

7. flokkur karla tók þátt á Norðurálsmótinu á Skaganum. Sindri 1, 2 og 3 stóðu sig vel á mótinu.

8. flokkur tók þátt á sínu fyrsta móti og gekk þeim vel.

5.flokkur kvenna
4. flokkur karla