Leikir gegn Álftanes og nýjir leikmenn

Mfl Sindra tók á móti Álftanesi síðustu helgi.

Stelpurnar fóru til Álftanesar en leikurinn var mikil barátta og gat farið á báða vegu. Úrslitin féllu hins vegar ekki með okkur en Álftanes stelpurnar tóku stigin þrjú í 2-1 leik þar sem Samira skoraði mark Sindra.

Strákarnir kepptu gegn Álftanesi hér heima í æsispennandi leik. Stigin þrjú voru okkur en síðasta spark leiksins breytti þvi því á 95 mínótu jöfnuðu Álftanes, 2-2 lokaniðurstaða og svekkjandi jafntefli, Stinni og Luis skoruðu mörk Sindra.

Nokkrar hreyfingar hafa verið á leikmannahópum meistaraflokkana. Strákarnir hafa fengið til sín tvo leikmenn en það eru þeir Conor O’Callaghan sem er varnarmaður og Ibrahim Sorie Barrie sem er miðjumaður. Stelpurnar hafa líka bætt við sig tveim leikmönnum en heita þær Megan Warner og Gabriela Maldonado og báðar eru sóknarsinnaðir leikmenn.

Margir hafa velt fyrir sér hvað Sindrafréttir hafa verið. Síðan sjálf hefur verið að stríða okkur en einnig vegna Covid-19 hefur verið erfitt að hafa stöðug viðtöl og fleira myndbandsefni. Einnig höfum við frekar verið að dæla fréttum á fotbolti.net því allir lesa þá síðu, sérstaklega á meðan okkar er ekki að virka nógu vel.