You Are Here: Home » Leikmenn

Óskar Guðjón á afmæli í dag

Dagurinn í dag er merkilegri en flestir því fyrir rétt rúmlega þremur áratugum síðan fæddist hinn gullfallegi krómprins og gulldrengur Óskar Guðjón Óskarsson. Augljóst er að knattspyrnuguðirnir halda mikið upp á kappann sem eldist eins og gott viskí og á mörg ár eftir í byrjunarliði Sindra. Leikmaðurinn býr yfir útlitslegum yfirburðum og mikilli reynslu og gæðum á fótboltavellinum. Hann er sjarmatröll mikið ...

Read more

Óskar Guðjón stefnir á að fá sér strípur

Óskar Guðjón Óskarsson leikmaður Sindra varð þrítugur þann 1. júní síðastliðinn. Óskar, eða Oggi eins og hann er stundum kallaður, fékk hins vegar engar afmæliskveðjur frá klúbbnum og varð mjög sár í kjölfarið. Hann hótaði að róa á önnur mið og sagði að hann væri mjög vonsvikinn um að hafa ekki fengið afmæliskveðju frá félaginu. "Ég þarf að hugsa framtíð mína lengi og vel eftir þetta sjokk", sagði Óskar í s ...

Read more

Sindrafréttir elska afmælisdaga

Atli Arnarson átti afmæli í gær en hann varð 25 ára gamall. Við hjá Sindrafréttum viljum óska honum innilega til hamingju með þennan stórkostlega áfanga og viljum einnig hvetja fólk út í bæ að óska ísbirninum til hamingju með afmælið þó að dagurinn sé liðinn. Hér að neðan má sjá stutta afmæliskveðju frá okkur í Sindrafréttum.   ...

Read more

Sindrafréttamaður leiksins: Jón Brynjar Jónsson

Sindrafréttir hafa sett á laggirnar nýjann dagskrárlið sem að kallast "Sindrafréttamaður leiksins". Að þessu sinni var það Jón Brynjar Jónsson sem var fyrir valinu en hann átti stórleik í 4-3 sigri Sindra á Huginn frá Seyðisfirði í Borgunarbikarnum nú í kvöld. Hann var vel að valinu kominn þó að það hafi margir staðið sig virkilega vel í kvöld. Jón Brynjar hljóp sennilega á við tvö maraþon í leiknum og var ...

Read more

„Leið ekki tímabil án þess að ég fengi bann“

Hornfirski harðjaxlinn Gunnar Ingi Valgeirsson opinberaði í dag endalok feril síns hjá Sindra, á lokahófi félagsins. Þessi 45 ára gamli varnarmaður hefur spilað 355 deildarleiki með meistaraflokki liðsins, síðan hann hóf feril sinn árið 1984. Fyrrum markvörður Sindra og liðsfélagi Gunnars, Sævar Þór Gylfason, hélt stutta ræðu um feril hans af þessu tilefni. Hann lét meðal annars þau orð falla að langur feri ...

Read more

Vilko Challenge Vikunnar: Hvað höfum við gert Ingva Ingólfs???

Vilko challenge vikunnar er fastur liður hjá okkur á miðvikudögum. Aðdáendur Sindra elska Vilko challengið og bíða alltaf spenntir eftir því. Okkur hjá Sindrafréttum tekur það alltaf mjög sárt að bregðast aðdáendum Sindra - og reynum hvað við getum til að sleppa við það, en því miður er það þó raunin þessa vikuna. Nú er fimmtudagur genginn í garð og challengið var að detta í hús. Við biðjumst innilegrar vel ...

Read more

Sverrir Brimar Birkisson opnar sig um félagaskiptin til Ýmis

Hvernig er að vera fyrsti leikmaðurinn í sögu Sindra til þess að vera lánaður Það er alveg frábært að vera sá fyrsti í sögunni og sannur heiður.     Hvernig kanntu við þig í herbúðum Ýmis? Ég bara veit það ekki, þar sem það hefur ekki enn verið æfing eða leikur. Samt örugglega algjörir fagmenn þarna. Eru nýju liðsfélagarnir svipaðir þeim fyrrverandi? Ég er nú bara búinn að hitta 5, þeir virtust ve ...

Read more

Ríkharður Daðason til Sindra 2014? – viðtal við Auðun Helgason

Eins og flestir sem fylgjast með knattspyrnu vita, hefur Sindramaðurinn Auðun Helgason nýverið tekinn við þjálfun Fram, en hann og Ríkharður Daðason mynda öflugt þjálfarateimi í Safamýrinni. Við hjá Sindrafréttum létum þetta að sjálfsögðu ekki framhjá okkur fara og tókum stutt spjall við þennan öðling af manni. „Óli Stefán pressaði á mig að skipta yfir í Sindra þegar það spurðist út að við værum að flytja a ...

Read more

Afmælisbarn dagsins: Væri betri fyrirliði en Einar Smári

Dagurinn í dag er mikill hátíðardagur hjá Sindrafréttum. Atli Arnarson, betur þekktur sem ísbjörninn, á nefnilega afmæli. Sindrafréttir riðu á vaðið, þefuðu drenginn uppi og þvinguðu hann í örstutt viðtal, en hann vann þá hörðum höndum að því að mála Gömlubúð. Tuttugasta og fjórða aldursárið virðist ekki byrja illa hjá þessari mennsku mulningsvél, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hann í hörkuformi o ...

Read more
Scroll to top