You Are Here: Home » Orðið á götunni

Nýtt tímabil handan við hornið

Það muna allir stuðningsmenn Sindra eftir síðasta sumri, enda var það sumar gott fyrir klúbbinn. Nú styttist óðum í að næsta tímabil byrji en það hefst á heimaleik gegn Njarðvík þann 10. maí næstkomandi. Á síðasta tímabili sýndi liðið mjög góða takta en endaði þrátt fyrir það í 9. sæti í deildinni, sem er auðvitað viðunandi árangur á fyrsta tímabili í nýrri deild. Sindramenn vilja þó eflaust bæta þann árang ...

Read more

Sindramenn til fyrirmyndar á flugvellinum

Sindrafréttum barst í morgun hrós frá starfsfólki Leifsstöðvar. Þau sögðu hegðun Sindramanna á flugvellinum til fyrirmyndar og hrósuðu þá sérstaklega myndinni sem birtist á facebooksíðu Sindrafrétta í nótt. "Þetta er í fyrsta skipti í sögu flugvallarins sem instagram-mynd af íslendingum hefur verið birt héðan án þess að menn séu sötrandi á bjór," sagði formaður starfsmannafélags Keflavíkurflugvallar. "Þetta ...

Read more

Orðið á götunni: Gamalkunnir Hornfirðingar á heimleið?

Þar sem okkar menn í Sindra eru byrjaðir að sprikla aftur fannst okkur vel við hæfi að taka púlsinn á leikmannamálum fyrir komandi ári. Við ákváðum að kíkja á allar helstu kaffistofur bæjarins, en eyddum þó mestum tíma að hlera símann hjá Valdemar Einarssyni, enda er hann aðalmaðurinn þegar kemur að þessum málum. Þetta er það sem við komumst að ... Eins og flestir vita hafa Fram ráðið Bjarna Guðjónsson sem ...

Read more

Flottari í tauinu

Sindrafréttir fengu í dag glæsilega sendingu frá besta og flottasta fyrirtæki landsins, en í dag gáfu þeir okkur nokkra Vilko boli í Sindralitunum. Auk þess útvegaði UMF Sindri okkur merktum Sindrafréttajökkum frá Jako sem við erum hæstánægðir með! Við strákarnir getum ómögulega beðið eftir að sýna aðdáendum okkar gripina, en þá má sjá í meðfylgjandi myndbandi. ...

Read more

Sindramenn eyðileggja Ísland

Sindrafréttir hafa fengið ábendingar úr öllum áttum, þar á meðal frá aðdáendum Sindra, um að leikmenn séu að dreifa rusli um vora fósturjörð á ferðalögum sínum. Sindrafréttir fóru á vettvang, og sáu með berum augum sóðaskapinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu, og hvetjum Sindramenn til þess að hætta að eyðileggja Ísland. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þessi náttúruhryðjuverk. Sökin er þó öll á Valdemar ...

Read more

Komum Fylki til Hornafjarðar

Umræðan um langt ferðalag Fylkis til Hornafjarðar hefur verið áberandi hjá helstu knattspyrnumiðlum landsins. Sem stuðningsmenn Sindra þykir okkur því sjálfsagt að styðja þá. Það þekkir hver maður sem farið hefur þessa leið að það er ekki auðvelt. Ferðalagið er átakanlegt, leiðinlegt og dýrt. Því hafa Sindrafréttir, í beinu samstarfi við Heimi Karlsson, sett upp facebook síðu þar sem fólk getur sýnt þeim sa ...

Read more

Ríkharður Daðason til Sindra 2014? – viðtal við Auðun Helgason

Eins og flestir sem fylgjast með knattspyrnu vita, hefur Sindramaðurinn Auðun Helgason nýverið tekinn við þjálfun Fram, en hann og Ríkharður Daðason mynda öflugt þjálfarateimi í Safamýrinni. Við hjá Sindrafréttum létum þetta að sjálfsögðu ekki framhjá okkur fara og tókum stutt spjall við þennan öðling af manni. „Óli Stefán pressaði á mig að skipta yfir í Sindra þegar það spurðist út að við værum að flytja a ...

Read more

TG9 á Sindravelli?

19. og 20. júní verður leikið í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Dregið var í hádeginu í dag, og við fáum Fylki í heimsókn á Sindravelli. Fylkir eru í 11. sæti Pepsi deildarinnar með tvö stig, og hafa ekki ennþá unnið leik. Þeir eru þó með markamaskínuna Tryggva Guðmundsson innanborðs, en hann gæti reynst okkar mönnum erfiður viðureignar. Þorsteinn Jóhannsson, miðvörður Sindra, er þó ekki kvíðinn fyrir þ ...

Read more
Scroll to top