You Are Here: Home » Upphitun

GRANNASLAGUR Í EGILSHÖLL

Nú eru slagirnir á milli Sindra og ÍR orðnir að hatrammri rimmu þar sem 3 Sindramenn spila nú með Íþróttafélagi Reykjavíkur. Það mætti nánast segja að þetta séu orðnir granna slagir í orðsins ófyllstu merkingu. Þess vegna er tilvalið að vekja mikla athigli á því að Sindri og ÍR etja kappi í dag, í Egilshöll klukkan 15:15. Um lengjubikarsleik er að ræða í dag, en liðin munu einnig mætast tvisvar sinnum í sum ...

Read more

Nýtt tímabil handan við hornið

Það muna allir stuðningsmenn Sindra eftir síðasta sumri, enda var það sumar gott fyrir klúbbinn. Nú styttist óðum í að næsta tímabil byrji en það hefst á heimaleik gegn Njarðvík þann 10. maí næstkomandi. Á síðasta tímabili sýndi liðið mjög góða takta en endaði þrátt fyrir það í 9. sæti í deildinni, sem er auðvitað viðunandi árangur á fyrsta tímabili í nýrri deild. Sindramenn vilja þó eflaust bæta þann árang ...

Read more

Æfingaferð Sindra til Spánar í þann mund að hefjast!

Í nótt hefst ferðalag Sindramanna til Spánar. Eins og flestum aðdáendum liðsins er vafalaust kunnugt fóru þeir í slíka ferð árið 2011 og hefur það verið að stefnuskránni síðan að fara aftur. Sindramenn munu dvelja á íþróttahóteli í Oliva Nova þar sem strangar æfingar munu fara fram. "Það verða æfingar á grænu grasi, og þess á milli munu menn liggja í sólbaði eða keppa í Go Kart," sagði Þorsteinn Roy Jóhanns ...

Read more

Stórleikur framundan

Okkar menn gerðu ekki góða ferð í Vesturbæinn um síðustu helgi. Þeir töpuðu á móti sterku liði KV, sem með sigrinum skutu sér upp í efsta sæti deildarinnar á markatölu. En... ...það er heimaleikur á morgun! Gestirnir eru vafasamir ólátabelgir úr Breiðholti sem sitja í 4. sæti deildarinnar með 18 stig. Sindramenn þurfa á stuðningi aðdáenda að halda og vilja fá alla á völlinn. Að því tilefni hafa Sindrafrétti ...

Read more

Stórleikur í Vesturbænum í þann mund að hefjast

Í dag klukkan 14:00 verða okkar menn staddir á gervigrasvelli einum í Vesturbænum. Þeir eru að fara að spila útileik á móti KV. Lið þeirra er í 4. sæti deildarinnar með 17 stig, en með sigri jöfnum við þá á stigum sem væri gríðarlega sterkt. KV eru með næstbestu markatöluna í deildinni, en hafa þar fyrir utan átt svipað gengi og okkar menn. Sindrafréttir eru að sjálfsögðu með mann á staðnum, og hvetja aðdáe ...

Read more

Austurlandsslagur á Sindravöllum

Þriðjudagskvöld munu erkióvinir okkar og nágrannar frá Egilsstöðum, Höttur, mæta í heimsókn á Sindravelli. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og lofa Sindrafréttir góðri skemmtun. Það þarf vart að brýna fyrir Hornfirðingum mikilvægi leiksins enda um að ræða austurlandsslag af bestu gerð! Þessi lið mættust síðast í deild árið 2007, en þá unnu Hattarmenn báða leiki liðanna. Hattarmenn hafa farið hægt af stað þetta ...

Read more

Komum Fylki til Hornafjarðar

Umræðan um langt ferðalag Fylkis til Hornafjarðar hefur verið áberandi hjá helstu knattspyrnumiðlum landsins. Sem stuðningsmenn Sindra þykir okkur því sjálfsagt að styðja þá. Það þekkir hver maður sem farið hefur þessa leið að það er ekki auðvelt. Ferðalagið er átakanlegt, leiðinlegt og dýrt. Því hafa Sindrafréttir, í beinu samstarfi við Heimi Karlsson, sett upp facebook síðu þar sem fólk getur sýnt þeim sa ...

Read more

Mikilvæg stig í boði á laugardaginn

Jæja. Það er kominn föstudagur og það þýðir aðeins eitt: Uppáhalds lið allra er að spila á morgun - laugardag. Sindrastrákarnir fá á morgun Gróttu í heimsókn og fer leikurinn fram á Sindravöllum klukkan 14.00. Grótta hefur byrjað mótið ágætlega og eru í 6. sæti með 7 stig, þremur stigum meira en Sindri og því geta strákarnir jafnað þá á stigum með sigri! Þrátt fyrir tap í síðustu tveim deildarleikjum eru st ...

Read more

Sindramenn á Dalvík

Það má með sanni segja að lífið hafi leikið við Sindramenn í nótt. Þeir dvöldu á notalegu gistiheimili fyrir norðan í vellystingum. Sindrafréttir voru að sjálfsögðu á staðnum.  Á myndinni má sjá eitt af herberjunum sem Sindramenn dvelja nú á. Ingvi Ingólfsson lætur fara vel um sig. Innan skams mæta okkar menn liði Dalvíkur/Reynis, en leikurinn hefst klukkan 13:00. Sindrafréttir senda hlýja strauma. Áfram Si ...

Read more
Scroll to top