You Are Here: Home » Viðtöl

Óskar Guðjón stefnir á að fá sér strípur

Óskar Guðjón Óskarsson leikmaður Sindra varð þrítugur þann 1. júní síðastliðinn. Óskar, eða Oggi eins og hann er stundum kallaður, fékk hins vegar engar afmæliskveðjur frá klúbbnum og varð mjög sár í kjölfarið. Hann hótaði að róa á önnur mið og sagði að hann væri mjög vonsvikinn um að hafa ekki fengið afmæliskveðju frá félaginu. "Ég þarf að hugsa framtíð mína lengi og vel eftir þetta sjokk", sagði Óskar í s ...

Read more

Sindrafréttamaður leiksins: Jón Brynjar Jónsson

Sindrafréttir hafa sett á laggirnar nýjann dagskrárlið sem að kallast "Sindrafréttamaður leiksins". Að þessu sinni var það Jón Brynjar Jónsson sem var fyrir valinu en hann átti stórleik í 4-3 sigri Sindra á Huginn frá Seyðisfirði í Borgunarbikarnum nú í kvöld. Hann var vel að valinu kominn þó að það hafi margir staðið sig virkilega vel í kvöld. Jón Brynjar hljóp sennilega á við tvö maraþon í leiknum og var ...

Read more

Fyrsti fréttatími Sindrafrétta

Sindrafréttir vilja biðjast afsökunar á því að hafa ekki getað sýnt nýja myndbandið á súpufundinum eins og auglýst var. Ástæðan fyrir því var að það helltist kaffi yfir tölvuna en hún er komin í viðgerð. Sindrafréttir munu vera með lesna fréttatíma einu sinni í viku í allt sumar. Það verða einnig fleiri nýjungar hjá okkur í sumar en við hvetjum alla til þess að horfa á myndbandið til þess að komast að því h ...

Read more

Grindavík sigraði Sindra í roki og rigningu í Grindavík

Leik Sindra og Grindavíkur lauk með 1-0 sigri þeirra gulklæddu. Það var mikill vindur í Grindavík sem setti mark sitt á leikinn. Þó var um hörku leik að ræða. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi þó að Grindvíkingar hafi sótt meira í fyrri hálfleik. Sindramenn voru þó virkilega þéttir og áttu Grindvíkingar erfitt með að finna glufu á vörn Sindra. Í seinni hálfleik voru Sindramenn að spila með bakið í v ...

Read more

Sverrir Brimar Birkisson opnar sig um félagaskiptin til Ýmis

Hvernig er að vera fyrsti leikmaðurinn í sögu Sindra til þess að vera lánaður Það er alveg frábært að vera sá fyrsti í sögunni og sannur heiður.     Hvernig kanntu við þig í herbúðum Ýmis? Ég bara veit það ekki, þar sem það hefur ekki enn verið æfing eða leikur. Samt örugglega algjörir fagmenn þarna. Eru nýju liðsfélagarnir svipaðir þeim fyrrverandi? Ég er nú bara búinn að hitta 5, þeir virtust ve ...

Read more

Annar útisigurinn í röð

Sindramenn gerðu góða ferð á Suðurnesin í dag en þar áttu þeir útileik á móti Reyni frá Sandgerði. Leikurinn endaði með 1-2 sigri Sindra. Þessi sigur er því annar sigur Sindra í röð og það sem meira er að síðustu tveir leikir hafa verið útileikir. Það var því gríðarlega sterkt að landa þessum þremur stigum á móti Sandgerðingum í dag. Reynismenn höfðu unnið síðustu fjóra leiki sína og ekki fengið á sig mark. ...

Read more

Góður útisigur á Grýluvelli

Sindramenn gerðu góða ferð suður í dag en þeir unnu gríðarlega mikilvægann útisigur á Hamri frá Hveragerði. Lokatölur leiksins voru 2-4 Sindra í hag. Með þessum stórgóða sigri hafa Sindramenn slitið sig frá Hamarsmönnum í bili í það minnsta og eru nú komnir upp í fimmta sætið með 18 stig, einungis sex stigum frá toppsætinu. Það lítur því út fyrir að Sindramenn hafi ákveðið að blanda sér frekar í baráttuna í ...

Read more
Scroll to top